Sigmundur segir fagnaðarlæti hafa brotist út í New York þegar hann fór frá Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2016 15:41 Sigmundur Davíð segir að sérstök kampavínsflaska, kölluð Íslandsflaskan, hafi verið opnuð úti í New York þegar spurðist að hann hefði farið frá sem forsætisráðherra. visir/anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, er enn með hugann við þær vendingar sem leiddu til þess að hann lét af forsætisráðherradómi. Það er ef marka má nýja Facebookfærslu Sigmundar Davíðs. Þar segir hann fagnaðarlæti hafa brotist út á nokkrum stöðum í Reykjavík þegar hann fór frá, en Sigmundur Davíð boðar að hann muni fjalla betur um það síðar. Og þá hafi honum borist fréttir af því að hópur manna í New York hafi opnað kampavínsflösku af tiltekinni tegund, sem Sigmundur Davíð man ekki hver var, en flaskan hafi verið geymd uppi á hillu og var kölluð Íslandsflaskan. „Þótt búið sé að opna Íslandsflöskuna er afskiptum þessara aðila af málum á Íslandi ekki lokið.“ Þá greinir Sigmundur Davíð frá því að hann hafi birt gamla grein sem hann ætlaði að birta í erlendum fjölmiðlum á sínum tíma „þegar ég væri kominn aftur á fullt í stjórnmálabaráttunni og óvissuástandi í Framsóknarflokknum væri lokið. Þau mál þróuðust eins og þau gerðu og standa eins og þau standa.“ Sigmundur segir að nú sé hins vegar staðan sú að „vogunarsjóðirnir og talsmenn þeirra hins vegar farnir að láta aftur á sér kræla meðal annars með auglýsingum í blöðum hér á landi og erlendis. Erlendir fjölmiðlar virðast auk þess sýna kosningum á Íslandi talsverðan áhuga. Á sama tíma veldur þróunin í stjórnmálum hér á landi og víðar mér talsverðum áhyggjum.“ Af þeim sökum ákvað Sigmundur að birta greinina nú, áður óbirta, á ensku, en væntanleg sé íslensk þýðing hennar. Þar segir að á daginn hafi komið að allar ásakanir á hendur sér hafi verið uppspuni og skattur hafi verið greiddur af öllum reikningum sínum og konu sinnar. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, er enn með hugann við þær vendingar sem leiddu til þess að hann lét af forsætisráðherradómi. Það er ef marka má nýja Facebookfærslu Sigmundar Davíðs. Þar segir hann fagnaðarlæti hafa brotist út á nokkrum stöðum í Reykjavík þegar hann fór frá, en Sigmundur Davíð boðar að hann muni fjalla betur um það síðar. Og þá hafi honum borist fréttir af því að hópur manna í New York hafi opnað kampavínsflösku af tiltekinni tegund, sem Sigmundur Davíð man ekki hver var, en flaskan hafi verið geymd uppi á hillu og var kölluð Íslandsflaskan. „Þótt búið sé að opna Íslandsflöskuna er afskiptum þessara aðila af málum á Íslandi ekki lokið.“ Þá greinir Sigmundur Davíð frá því að hann hafi birt gamla grein sem hann ætlaði að birta í erlendum fjölmiðlum á sínum tíma „þegar ég væri kominn aftur á fullt í stjórnmálabaráttunni og óvissuástandi í Framsóknarflokknum væri lokið. Þau mál þróuðust eins og þau gerðu og standa eins og þau standa.“ Sigmundur segir að nú sé hins vegar staðan sú að „vogunarsjóðirnir og talsmenn þeirra hins vegar farnir að láta aftur á sér kræla meðal annars með auglýsingum í blöðum hér á landi og erlendis. Erlendir fjölmiðlar virðast auk þess sýna kosningum á Íslandi talsverðan áhuga. Á sama tíma veldur þróunin í stjórnmálum hér á landi og víðar mér talsverðum áhyggjum.“ Af þeim sökum ákvað Sigmundur að birta greinina nú, áður óbirta, á ensku, en væntanleg sé íslensk þýðing hennar. Þar segir að á daginn hafi komið að allar ásakanir á hendur sér hafi verið uppspuni og skattur hafi verið greiddur af öllum reikningum sínum og konu sinnar.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira