„Börnin hafa það gott og eru hjá góðu fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2016 20:15 Réttargæslumaður í máli konu sem dæmd var í eins og hálfs árs fangelsi fyrir langvarandi ofbeldi í garð barna sinna segir að grípa hefði átt inn í málið fyrr. Málið hefur verið í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum með hléum frá árinu 2005. Forstjóri Barnverndarstofu segir dóminn mjög vandaðan. Konan var sökuð um að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, sært þau og móðgað. Hún er sögð hafa í nokkur skipti sparkað í eldri börn sín, dóttur sína fædda 2002 og tvo syni sína fædda 2004 og 2007, slegið þau, hringt þeim, kastað hlutum í þau og haft í hótunum um að gera þeim illt eða drepa þau. Þá er hún meðal annars sögð hafa hrist yngri börn sín, tvo drengi fædda 2012 og 2013 og slegið þá. Börnin eru í dag þriggja til tólf ára. Upphaf dómsmálsins var að beiðni Barnaverndar Reykjavíkur um lögreglurannsókn fyrr á þessu ári. Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum og hefur ákveðið að bregðast við því. „Sú ákvörðun hefur verið tekin hér að láta fara fram svokallað eftirlit að eigin frumkvæði stofunnar sem þýðir það að við viljum gjarnan kanna þetta mál frá a til ö,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að læra af málinu. „og kanna hvort mistök hafi verið gerð eða hvort hugsanlega hefði verið unnt að ná betri árangri með öðrum aðgerðum en gripið var til,“ segir Bragi en búast má við niðurstöðu Barnarverndarstofu um málið eftir nokkra mánuði. Bragi segir að því miður sé málið ekki fordæmalaust. „Það sem er óvenjulegt við það er það að þetta er ekki bara barnaverndarmál heldur einnig refsimál. Þessi dómur er fyrst og fremst sakamál. Þarna er verið að dæma móðurina til þungrar refsingar og meiri refsingar en við höfum áður séð,“ segir Bragi og bætir við að dómurinn sé vandaður. Greinilegt sé að mikil vinna hafi verið lögð í hann. Ómar Örn Bjarnþórsson, réttargæslumaður þriggja barnanna segir að yfirvöld hefðu þurft að grípa fyrr inn í. Börnin séu á góðum stað í dag. „Ég get ekkert sagt um það hvort þau séu saman eða ekki en get þó sagt það að þau hafa það mun betra í dag andlega. Þau hafa sýnt miklar framfarir í bæði hegðun og skapi síðan þau voru tekin af heimili móður,“ segir Ómar. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Réttargæslumaður í máli konu sem dæmd var í eins og hálfs árs fangelsi fyrir langvarandi ofbeldi í garð barna sinna segir að grípa hefði átt inn í málið fyrr. Málið hefur verið í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum með hléum frá árinu 2005. Forstjóri Barnverndarstofu segir dóminn mjög vandaðan. Konan var sökuð um að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, sært þau og móðgað. Hún er sögð hafa í nokkur skipti sparkað í eldri börn sín, dóttur sína fædda 2002 og tvo syni sína fædda 2004 og 2007, slegið þau, hringt þeim, kastað hlutum í þau og haft í hótunum um að gera þeim illt eða drepa þau. Þá er hún meðal annars sögð hafa hrist yngri börn sín, tvo drengi fædda 2012 og 2013 og slegið þá. Börnin eru í dag þriggja til tólf ára. Upphaf dómsmálsins var að beiðni Barnaverndar Reykjavíkur um lögreglurannsókn fyrr á þessu ári. Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum og hefur ákveðið að bregðast við því. „Sú ákvörðun hefur verið tekin hér að láta fara fram svokallað eftirlit að eigin frumkvæði stofunnar sem þýðir það að við viljum gjarnan kanna þetta mál frá a til ö,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að læra af málinu. „og kanna hvort mistök hafi verið gerð eða hvort hugsanlega hefði verið unnt að ná betri árangri með öðrum aðgerðum en gripið var til,“ segir Bragi en búast má við niðurstöðu Barnarverndarstofu um málið eftir nokkra mánuði. Bragi segir að því miður sé málið ekki fordæmalaust. „Það sem er óvenjulegt við það er það að þetta er ekki bara barnaverndarmál heldur einnig refsimál. Þessi dómur er fyrst og fremst sakamál. Þarna er verið að dæma móðurina til þungrar refsingar og meiri refsingar en við höfum áður séð,“ segir Bragi og bætir við að dómurinn sé vandaður. Greinilegt sé að mikil vinna hafi verið lögð í hann. Ómar Örn Bjarnþórsson, réttargæslumaður þriggja barnanna segir að yfirvöld hefðu þurft að grípa fyrr inn í. Börnin séu á góðum stað í dag. „Ég get ekkert sagt um það hvort þau séu saman eða ekki en get þó sagt það að þau hafa það mun betra í dag andlega. Þau hafa sýnt miklar framfarir í bæði hegðun og skapi síðan þau voru tekin af heimili móður,“ segir Ómar.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira