Kryddaðar sögur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. október 2016 11:00 Ingibjörg Ásta býður gestum í kökuboð í anda Mensu. VisirAnton brink Kökuboð-Ingibjörg Ãsta Pétursdóttir Ingibjörg Ásta Pétursdóttir á heima í bárujárnsklæddu húsi á Vesturgötu í miðborg Reykjavíkur. Húsið er götuprýði og því hefur haganlega verið haldið við í gömlum stíl. Nágrannar hennar og vegfarendur gleðjast oft yfir ilmi af kökum og mat sem leggur út um eldhúsgluggann. Þannig er það þennan haustdag sem Ingibjörg hefur boðið starfsfólki og fastakúnnum sem sóttu hinn fornfræga stað Mensu Café heim til sín í kökuboð. Margslungna angan af matargerð hennar leggur niður Vesturgötuna og fær nokkra ferðalanga til að snúa sér í hringi. Til Ingibjargar eru komnar þær Björg Jónsdóttir, Helga Stefánsdóttir kennari, Halldóra Torfadóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður. Allar fastakúnnar frá Mensu og sumar þeirra unnu í hlutastarfi á veitingastaðnum. Ingibjörg opnaði Mensu Café eftir margra ára dvöl í Frakklandi þar sem hún tileinkaði sér franska matargerð. Veitingastaðurinn varð upphafið á farsælum ferli hennar í matargerð og veisluhaldi. „Við vorum eins og gráir kettir á Mensu,“ segir Björg. Þær sitja í borðstofunni á meðan Ingibjörg skenkir þeim kaffi. Mensa Café var til húsa á besta stað í bænum, á horninu á Lækjargötu og Austurstræti í Listmunahúsinu og þangað sóttu oft myndlistarmenn. „Ég er stundum kölluð Mensa,“ segir Ingibjörg frá. „Andinn var svo sérstakur,“ segir Halldóra sem vann á staðnum eitt sumar. „Staðurinn var búinn gömlum húsgögnum og var skemmtilega gamaldags. Þangað kom alls konar fólk, prúðbúnar konur með hatta, unglingar, skáld og listamenn,“ segir hún frá.Kökuboð-Ingibjörg Ãsta Pétursdóttir„Nokkur ungskáldin kölluðum við framtíð þjóðarinnar. Þegar sá hópur kom á staðinn þá var kallað: Kaffi og böku handa framtíð þjóðarinnar,“ segir Ingibjörg og skellir upp úr. „Það var alls kyns húmor sem fylgdi þessum skemmtilegu fastakúnnum,“ bætir hún við. Í nýútkominni matreiðslubók hennar, sem kallast Mensa, er sögur frá staðnum og lífshlaupi Ingibjargar fléttaðar saman við uppskriftir. „Ég segi nokkrar af skemmtilegustu sögunum sem fylgdu staðnum í bókinni. Til dæmis af steinakonunni. Stundum kom til okkar ljúf eldri kona, þegar henni líkaði sérstaklega vel við þjóninn sem færði henni veitingarnar borgaði hún með fallegum steinum. Líklega fannst henni þeir dýrmætari en peningar,“ segir Ingibjörg sem segist hafa tekið borgun konunnar vel.Eplakaka eins og var bökuð á Mensu Café. Fréttablaðið/Anton brinkHelga, sem starfar nú sem kennari í Melaskóla, aðstoðaði á Mensu þegar mikið var að gera og henni er enn mjög minnisstætt þegar hún færði fínum gestum heitt súkkulaði í postulínskönnu. Yfir borðinu gaf kannan sig og heitt súkkulaðið flæddi yfir borðið. „Svo tókum við upp dúkinn og þar voru bíllyklar gestanna sem var leitað í ofboði,“ segir hún og hlær. Kristín var ein þeirra ungu listamanna sem sóttu staðinn. „Ég var mikið þarna þegar ég var í námi. Þá fékk maður sér kaffibolla og lét hann duga mjög lengi. Á Mensu var einhver stemning sem maður hafði aldrei kynnst. Það er eftirsjá að þessum stað,“ segir hún. „Þarna fékk maður innblástur og einhverja næringu sem maður hafði ekki fengið annars staðar,“ segir hún og segist hreinlega vonast til þess að einhver taki það að sér að byggja upp slíkan stað aftur. „Þarna var franskur andi og allt svo vandlega gert, þetta þekktist ekki hér á landi á þessum tíma,“ segir Kristín.Kökuboð-Ingibjörg Ãsta PétursdóttirÁ boðstólum á Mensu voru heimabakaðar kökur og bökur sem urðu fljótt afar vinsælar. „Það þekktist hreinlega ekki að bjóða upp á heimabakaðar kökur,“ segir Ingibjörg. „Mublurnar, ljósin, stólarnir og súkkulaðið, þetta var nýr og framandi heimur,“ segir Björg. „Við vinkonurnar höfðum misst sjónar á henni þegar hún fór til Frakklands. Mér er mjög minnisstætt þegar ég hitti hana nýkomna frá Frakklandi, í síðri glæsilegri hvítri regnkápu. Hún var eins og kvikmyndastjarna,“ segir hún.Kökuboð-Ingibjörg Ãsta PétursdóttirIngibjörg lokaði staðnum árið 1984. „Þá var ég búin að eignast eitt barn. Ég gerði svo margt sjálf, sá meira að segja um bókhaldið sjálf. Ég gat ekki annað þessu og fór að vinna á ferðaskrifstofu í fínni dragt. Þá angaði ég ekki eins og kaka eða baka lengur, heldur af fínu ilmvatni,“ segir hún og hlær að því tímabili sem hún gekk um borgina með matarangan eins og slóð á eftir sér. „Ég fór kannski í bankann og fólk fór að hnusa út í loftið,“ segir hún glettin.Hér að neðan eru uppskriftir úr viðamikilli matreiðslubók Ingibjargar, Mensu. Eplakaka250 g smjör250 g sykur250 g hveiti5 egg1 tsk. lyftiduft1 tsk. vanilludropar3 græn epliHrærið öllu saman í hrærivél, best er að hafa smjörið mjúkt eða við stofuhita. Skrælið eplin og takið kjarnann út. Skerið eplin í hálfmána, ekki mjög þunna. Smyrjið hátt form að innan og hellið deiginu í. Raðið eplabitunum ofan í deigið, stingið mánunum að hálfu ofan í og að hálfu upp úr deiginu. Bakið kökuna í 45 mínútur við 190 gráðu hita, fyrir miðjum ofni.Keflavíkurkaka fyrir 12250 g döðlur1 tsk. matarsódi120 g mjúkt smjör5 msk. sykur2 egg3 dl hveiti1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt1 ½ tsk. lyftiduft(100 g suðusúkkulaði – má sleppa)Karamellusósa120 g smjör115 g púðursykur½ tsk. vanilludropar¼ bolli rjómi Döðlur eru settar í pott og vatn látið fljóta yfir. Suðan er látin koma upp, síðan er slökkt undir pottinum og döðlurnar hafðar á hita í 3 mínútur. Matarsódinn settur út í maukið og hrært í með sleif. Maukið látið kólna á meðan smjör og sykur eru þeytt í hrærivél og eggjunum bætt út í smátt og smátt. Hveiti, salti og vanillu bætt út í og hrært saman, en ekki lengi. Hveiti á aldrei að hrærast lengi í neina köku. Maukið er þá sett út í deigið og smátt brytjað suðusúkkulaði í lokin. Bakið Keflavíkurkökuna í vel smurðu formi í um það bil 40 mínútur við 180 gráðu hita. Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Sjá meira
Kökuboð-Ingibjörg Ãsta Pétursdóttir Ingibjörg Ásta Pétursdóttir á heima í bárujárnsklæddu húsi á Vesturgötu í miðborg Reykjavíkur. Húsið er götuprýði og því hefur haganlega verið haldið við í gömlum stíl. Nágrannar hennar og vegfarendur gleðjast oft yfir ilmi af kökum og mat sem leggur út um eldhúsgluggann. Þannig er það þennan haustdag sem Ingibjörg hefur boðið starfsfólki og fastakúnnum sem sóttu hinn fornfræga stað Mensu Café heim til sín í kökuboð. Margslungna angan af matargerð hennar leggur niður Vesturgötuna og fær nokkra ferðalanga til að snúa sér í hringi. Til Ingibjargar eru komnar þær Björg Jónsdóttir, Helga Stefánsdóttir kennari, Halldóra Torfadóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður. Allar fastakúnnar frá Mensu og sumar þeirra unnu í hlutastarfi á veitingastaðnum. Ingibjörg opnaði Mensu Café eftir margra ára dvöl í Frakklandi þar sem hún tileinkaði sér franska matargerð. Veitingastaðurinn varð upphafið á farsælum ferli hennar í matargerð og veisluhaldi. „Við vorum eins og gráir kettir á Mensu,“ segir Björg. Þær sitja í borðstofunni á meðan Ingibjörg skenkir þeim kaffi. Mensa Café var til húsa á besta stað í bænum, á horninu á Lækjargötu og Austurstræti í Listmunahúsinu og þangað sóttu oft myndlistarmenn. „Ég er stundum kölluð Mensa,“ segir Ingibjörg frá. „Andinn var svo sérstakur,“ segir Halldóra sem vann á staðnum eitt sumar. „Staðurinn var búinn gömlum húsgögnum og var skemmtilega gamaldags. Þangað kom alls konar fólk, prúðbúnar konur með hatta, unglingar, skáld og listamenn,“ segir hún frá.Kökuboð-Ingibjörg Ãsta Pétursdóttir„Nokkur ungskáldin kölluðum við framtíð þjóðarinnar. Þegar sá hópur kom á staðinn þá var kallað: Kaffi og böku handa framtíð þjóðarinnar,“ segir Ingibjörg og skellir upp úr. „Það var alls kyns húmor sem fylgdi þessum skemmtilegu fastakúnnum,“ bætir hún við. Í nýútkominni matreiðslubók hennar, sem kallast Mensa, er sögur frá staðnum og lífshlaupi Ingibjargar fléttaðar saman við uppskriftir. „Ég segi nokkrar af skemmtilegustu sögunum sem fylgdu staðnum í bókinni. Til dæmis af steinakonunni. Stundum kom til okkar ljúf eldri kona, þegar henni líkaði sérstaklega vel við þjóninn sem færði henni veitingarnar borgaði hún með fallegum steinum. Líklega fannst henni þeir dýrmætari en peningar,“ segir Ingibjörg sem segist hafa tekið borgun konunnar vel.Eplakaka eins og var bökuð á Mensu Café. Fréttablaðið/Anton brinkHelga, sem starfar nú sem kennari í Melaskóla, aðstoðaði á Mensu þegar mikið var að gera og henni er enn mjög minnisstætt þegar hún færði fínum gestum heitt súkkulaði í postulínskönnu. Yfir borðinu gaf kannan sig og heitt súkkulaðið flæddi yfir borðið. „Svo tókum við upp dúkinn og þar voru bíllyklar gestanna sem var leitað í ofboði,“ segir hún og hlær. Kristín var ein þeirra ungu listamanna sem sóttu staðinn. „Ég var mikið þarna þegar ég var í námi. Þá fékk maður sér kaffibolla og lét hann duga mjög lengi. Á Mensu var einhver stemning sem maður hafði aldrei kynnst. Það er eftirsjá að þessum stað,“ segir hún. „Þarna fékk maður innblástur og einhverja næringu sem maður hafði ekki fengið annars staðar,“ segir hún og segist hreinlega vonast til þess að einhver taki það að sér að byggja upp slíkan stað aftur. „Þarna var franskur andi og allt svo vandlega gert, þetta þekktist ekki hér á landi á þessum tíma,“ segir Kristín.Kökuboð-Ingibjörg Ãsta PétursdóttirÁ boðstólum á Mensu voru heimabakaðar kökur og bökur sem urðu fljótt afar vinsælar. „Það þekktist hreinlega ekki að bjóða upp á heimabakaðar kökur,“ segir Ingibjörg. „Mublurnar, ljósin, stólarnir og súkkulaðið, þetta var nýr og framandi heimur,“ segir Björg. „Við vinkonurnar höfðum misst sjónar á henni þegar hún fór til Frakklands. Mér er mjög minnisstætt þegar ég hitti hana nýkomna frá Frakklandi, í síðri glæsilegri hvítri regnkápu. Hún var eins og kvikmyndastjarna,“ segir hún.Kökuboð-Ingibjörg Ãsta PétursdóttirIngibjörg lokaði staðnum árið 1984. „Þá var ég búin að eignast eitt barn. Ég gerði svo margt sjálf, sá meira að segja um bókhaldið sjálf. Ég gat ekki annað þessu og fór að vinna á ferðaskrifstofu í fínni dragt. Þá angaði ég ekki eins og kaka eða baka lengur, heldur af fínu ilmvatni,“ segir hún og hlær að því tímabili sem hún gekk um borgina með matarangan eins og slóð á eftir sér. „Ég fór kannski í bankann og fólk fór að hnusa út í loftið,“ segir hún glettin.Hér að neðan eru uppskriftir úr viðamikilli matreiðslubók Ingibjargar, Mensu. Eplakaka250 g smjör250 g sykur250 g hveiti5 egg1 tsk. lyftiduft1 tsk. vanilludropar3 græn epliHrærið öllu saman í hrærivél, best er að hafa smjörið mjúkt eða við stofuhita. Skrælið eplin og takið kjarnann út. Skerið eplin í hálfmána, ekki mjög þunna. Smyrjið hátt form að innan og hellið deiginu í. Raðið eplabitunum ofan í deigið, stingið mánunum að hálfu ofan í og að hálfu upp úr deiginu. Bakið kökuna í 45 mínútur við 190 gráðu hita, fyrir miðjum ofni.Keflavíkurkaka fyrir 12250 g döðlur1 tsk. matarsódi120 g mjúkt smjör5 msk. sykur2 egg3 dl hveiti1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt1 ½ tsk. lyftiduft(100 g suðusúkkulaði – má sleppa)Karamellusósa120 g smjör115 g púðursykur½ tsk. vanilludropar¼ bolli rjómi Döðlur eru settar í pott og vatn látið fljóta yfir. Suðan er látin koma upp, síðan er slökkt undir pottinum og döðlurnar hafðar á hita í 3 mínútur. Matarsódinn settur út í maukið og hrært í með sleif. Maukið látið kólna á meðan smjör og sykur eru þeytt í hrærivél og eggjunum bætt út í smátt og smátt. Hveiti, salti og vanillu bætt út í og hrært saman, en ekki lengi. Hveiti á aldrei að hrærast lengi í neina köku. Maukið er þá sett út í deigið og smátt brytjað suðusúkkulaði í lokin. Bakið Keflavíkurkökuna í vel smurðu formi í um það bil 40 mínútur við 180 gráðu hita.
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Sjá meira