Geitaostur fyrir heilbrigð vistkerfi? Snorri Baldursson skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Samkvæmt fyrirsögn Fréttablaðsins 10. ágúst sl. gæti aukið frelsi til að flytja inn osta liðkað fyrir afgreiðslu nýrra búvörusamninga frá Alþingi. Um samningana ríkir engin sátt en kapp er lagt á að ljúka setningu nauðsynlegra laga svo þeir geti tekið gildi.Enn ofbeit Margir hafa gagnrýnt búvörusamningana undanfarið á efnahagslegum forsendum sem von er. Færri hafa haldið til haga þeirri staðreynd að sá hluti þeirra sem fjallar um starfsskilyrði sauðfjárræktar festir í sessi algerlega ósjálfbæra landnýtingu á þeim svæðum landsins þar sem afréttir eru verst farnir. Þessi svæði eru einkum á gosbeltinu á Mið-Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Þar er gróðurhulan aðeins brot af því sem hún gæti verið miðað við ríkjandi loftslagsskilyrði, víða langt innan við 10%. Þar eru vistkerfi landsins í raun hrunin vegna langvarandi ofbeitar, vissulega samfara ýmissi óáran í gegn um tíðina. Því er oft viðbrugðið að ofbeit á Íslandi heyri sögunni til vegna hlýnunar loftslags og fækkunar sauðfjár í landinu. Rétt er að sauðfé er færra nú en þegar algerum toppi var náð á 8. og 9. áratug síðustu aldar en fjöldi þess er þó svipaður og var lengstum á síðustu öld. Það er líka rétt að hlýnun loftslags hefur leitt til aukinnar sprettu og útbreiðslu gróðurs á landinu. Aftur á móti er alrangt að ofbeit sé liðin tíð. Öll beit á landi með verulega rofna gróðurhulu er ofbeit í þeim skilningi að hún viðheldur óásættanlegu ástandi eða, í besta falli, hægir á framvindu gróðurs – sauðfé sækir í nýgræðing eins og allir vita. Þar að auki hafa fræðimenn á borð við dr. Ólaf Arnalds bent á að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi vegna svokallaðra gripagreiðslna og að sauðfé muni fjölga verði hann samþykktur óbreyttur. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 11. ágúst sl. kemur fram að vægi gripagreiðslna sé jafnvel aukið í þeim breytingartillögum sem liggja fyrir Alþingi!Laga þarf sauðfjárrækt að landkostum Í þeim sveitum þar sem ástand afrétta er verst er víða mjög gott atvinnuástand og sauðfjárbúskapur orðinn aukabúgrein. Ríkisstyrkjum til ósjálfbærrar sauðfjárræktar í þeim tilvikum verður að linna. Nú er tækifæri til að stokka kerfið upp, fækka sauðfé um þann fjórðung kjötframleiðslunnar sem niðurgreiddur er til útflutnings, friða verst förnu afréttina á gosbeltinu og beina styrkjum í greininni til svæða þar sem ástand afrétta er gott, einkum á vestan- og austanverðu landinu. Sjálfsagt er að hafa góðan aðdraganda að þessum breytingum og styðja við þá bændur sem þurfa að skera niður eða a.m.k. hætta upprekstri sauðfjár. Í febrúar sl. sendu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun varðandi þessi grundvallaratriði – að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi (sjá hér). Ágætu alþingismenn, gleymið ekki náttúruverndarþættinum í þeim viðræðum sem fram undan eru varðandi búvörusamningana. Látið ekki gróður landsins líða fyrir innfluttan geitaost þótt góður sé.http://landvernd.is/Sidur/Aherslur-um-natturuvernd-komi-i-buvorusamningaÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fyrirsögn Fréttablaðsins 10. ágúst sl. gæti aukið frelsi til að flytja inn osta liðkað fyrir afgreiðslu nýrra búvörusamninga frá Alþingi. Um samningana ríkir engin sátt en kapp er lagt á að ljúka setningu nauðsynlegra laga svo þeir geti tekið gildi.Enn ofbeit Margir hafa gagnrýnt búvörusamningana undanfarið á efnahagslegum forsendum sem von er. Færri hafa haldið til haga þeirri staðreynd að sá hluti þeirra sem fjallar um starfsskilyrði sauðfjárræktar festir í sessi algerlega ósjálfbæra landnýtingu á þeim svæðum landsins þar sem afréttir eru verst farnir. Þessi svæði eru einkum á gosbeltinu á Mið-Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Þar er gróðurhulan aðeins brot af því sem hún gæti verið miðað við ríkjandi loftslagsskilyrði, víða langt innan við 10%. Þar eru vistkerfi landsins í raun hrunin vegna langvarandi ofbeitar, vissulega samfara ýmissi óáran í gegn um tíðina. Því er oft viðbrugðið að ofbeit á Íslandi heyri sögunni til vegna hlýnunar loftslags og fækkunar sauðfjár í landinu. Rétt er að sauðfé er færra nú en þegar algerum toppi var náð á 8. og 9. áratug síðustu aldar en fjöldi þess er þó svipaður og var lengstum á síðustu öld. Það er líka rétt að hlýnun loftslags hefur leitt til aukinnar sprettu og útbreiðslu gróðurs á landinu. Aftur á móti er alrangt að ofbeit sé liðin tíð. Öll beit á landi með verulega rofna gróðurhulu er ofbeit í þeim skilningi að hún viðheldur óásættanlegu ástandi eða, í besta falli, hægir á framvindu gróðurs – sauðfé sækir í nýgræðing eins og allir vita. Þar að auki hafa fræðimenn á borð við dr. Ólaf Arnalds bent á að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi vegna svokallaðra gripagreiðslna og að sauðfé muni fjölga verði hann samþykktur óbreyttur. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 11. ágúst sl. kemur fram að vægi gripagreiðslna sé jafnvel aukið í þeim breytingartillögum sem liggja fyrir Alþingi!Laga þarf sauðfjárrækt að landkostum Í þeim sveitum þar sem ástand afrétta er verst er víða mjög gott atvinnuástand og sauðfjárbúskapur orðinn aukabúgrein. Ríkisstyrkjum til ósjálfbærrar sauðfjárræktar í þeim tilvikum verður að linna. Nú er tækifæri til að stokka kerfið upp, fækka sauðfé um þann fjórðung kjötframleiðslunnar sem niðurgreiddur er til útflutnings, friða verst förnu afréttina á gosbeltinu og beina styrkjum í greininni til svæða þar sem ástand afrétta er gott, einkum á vestan- og austanverðu landinu. Sjálfsagt er að hafa góðan aðdraganda að þessum breytingum og styðja við þá bændur sem þurfa að skera niður eða a.m.k. hætta upprekstri sauðfjár. Í febrúar sl. sendu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun varðandi þessi grundvallaratriði – að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi (sjá hér). Ágætu alþingismenn, gleymið ekki náttúruverndarþættinum í þeim viðræðum sem fram undan eru varðandi búvörusamningana. Látið ekki gróður landsins líða fyrir innfluttan geitaost þótt góður sé.http://landvernd.is/Sidur/Aherslur-um-natturuvernd-komi-i-buvorusamningaÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar