Geitaostur fyrir heilbrigð vistkerfi? Snorri Baldursson skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Samkvæmt fyrirsögn Fréttablaðsins 10. ágúst sl. gæti aukið frelsi til að flytja inn osta liðkað fyrir afgreiðslu nýrra búvörusamninga frá Alþingi. Um samningana ríkir engin sátt en kapp er lagt á að ljúka setningu nauðsynlegra laga svo þeir geti tekið gildi.Enn ofbeit Margir hafa gagnrýnt búvörusamningana undanfarið á efnahagslegum forsendum sem von er. Færri hafa haldið til haga þeirri staðreynd að sá hluti þeirra sem fjallar um starfsskilyrði sauðfjárræktar festir í sessi algerlega ósjálfbæra landnýtingu á þeim svæðum landsins þar sem afréttir eru verst farnir. Þessi svæði eru einkum á gosbeltinu á Mið-Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Þar er gróðurhulan aðeins brot af því sem hún gæti verið miðað við ríkjandi loftslagsskilyrði, víða langt innan við 10%. Þar eru vistkerfi landsins í raun hrunin vegna langvarandi ofbeitar, vissulega samfara ýmissi óáran í gegn um tíðina. Því er oft viðbrugðið að ofbeit á Íslandi heyri sögunni til vegna hlýnunar loftslags og fækkunar sauðfjár í landinu. Rétt er að sauðfé er færra nú en þegar algerum toppi var náð á 8. og 9. áratug síðustu aldar en fjöldi þess er þó svipaður og var lengstum á síðustu öld. Það er líka rétt að hlýnun loftslags hefur leitt til aukinnar sprettu og útbreiðslu gróðurs á landinu. Aftur á móti er alrangt að ofbeit sé liðin tíð. Öll beit á landi með verulega rofna gróðurhulu er ofbeit í þeim skilningi að hún viðheldur óásættanlegu ástandi eða, í besta falli, hægir á framvindu gróðurs – sauðfé sækir í nýgræðing eins og allir vita. Þar að auki hafa fræðimenn á borð við dr. Ólaf Arnalds bent á að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi vegna svokallaðra gripagreiðslna og að sauðfé muni fjölga verði hann samþykktur óbreyttur. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 11. ágúst sl. kemur fram að vægi gripagreiðslna sé jafnvel aukið í þeim breytingartillögum sem liggja fyrir Alþingi!Laga þarf sauðfjárrækt að landkostum Í þeim sveitum þar sem ástand afrétta er verst er víða mjög gott atvinnuástand og sauðfjárbúskapur orðinn aukabúgrein. Ríkisstyrkjum til ósjálfbærrar sauðfjárræktar í þeim tilvikum verður að linna. Nú er tækifæri til að stokka kerfið upp, fækka sauðfé um þann fjórðung kjötframleiðslunnar sem niðurgreiddur er til útflutnings, friða verst förnu afréttina á gosbeltinu og beina styrkjum í greininni til svæða þar sem ástand afrétta er gott, einkum á vestan- og austanverðu landinu. Sjálfsagt er að hafa góðan aðdraganda að þessum breytingum og styðja við þá bændur sem þurfa að skera niður eða a.m.k. hætta upprekstri sauðfjár. Í febrúar sl. sendu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun varðandi þessi grundvallaratriði – að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi (sjá hér). Ágætu alþingismenn, gleymið ekki náttúruverndarþættinum í þeim viðræðum sem fram undan eru varðandi búvörusamningana. Látið ekki gróður landsins líða fyrir innfluttan geitaost þótt góður sé.http://landvernd.is/Sidur/Aherslur-um-natturuvernd-komi-i-buvorusamningaÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fyrirsögn Fréttablaðsins 10. ágúst sl. gæti aukið frelsi til að flytja inn osta liðkað fyrir afgreiðslu nýrra búvörusamninga frá Alþingi. Um samningana ríkir engin sátt en kapp er lagt á að ljúka setningu nauðsynlegra laga svo þeir geti tekið gildi.Enn ofbeit Margir hafa gagnrýnt búvörusamningana undanfarið á efnahagslegum forsendum sem von er. Færri hafa haldið til haga þeirri staðreynd að sá hluti þeirra sem fjallar um starfsskilyrði sauðfjárræktar festir í sessi algerlega ósjálfbæra landnýtingu á þeim svæðum landsins þar sem afréttir eru verst farnir. Þessi svæði eru einkum á gosbeltinu á Mið-Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Þar er gróðurhulan aðeins brot af því sem hún gæti verið miðað við ríkjandi loftslagsskilyrði, víða langt innan við 10%. Þar eru vistkerfi landsins í raun hrunin vegna langvarandi ofbeitar, vissulega samfara ýmissi óáran í gegn um tíðina. Því er oft viðbrugðið að ofbeit á Íslandi heyri sögunni til vegna hlýnunar loftslags og fækkunar sauðfjár í landinu. Rétt er að sauðfé er færra nú en þegar algerum toppi var náð á 8. og 9. áratug síðustu aldar en fjöldi þess er þó svipaður og var lengstum á síðustu öld. Það er líka rétt að hlýnun loftslags hefur leitt til aukinnar sprettu og útbreiðslu gróðurs á landinu. Aftur á móti er alrangt að ofbeit sé liðin tíð. Öll beit á landi með verulega rofna gróðurhulu er ofbeit í þeim skilningi að hún viðheldur óásættanlegu ástandi eða, í besta falli, hægir á framvindu gróðurs – sauðfé sækir í nýgræðing eins og allir vita. Þar að auki hafa fræðimenn á borð við dr. Ólaf Arnalds bent á að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi vegna svokallaðra gripagreiðslna og að sauðfé muni fjölga verði hann samþykktur óbreyttur. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 11. ágúst sl. kemur fram að vægi gripagreiðslna sé jafnvel aukið í þeim breytingartillögum sem liggja fyrir Alþingi!Laga þarf sauðfjárrækt að landkostum Í þeim sveitum þar sem ástand afrétta er verst er víða mjög gott atvinnuástand og sauðfjárbúskapur orðinn aukabúgrein. Ríkisstyrkjum til ósjálfbærrar sauðfjárræktar í þeim tilvikum verður að linna. Nú er tækifæri til að stokka kerfið upp, fækka sauðfé um þann fjórðung kjötframleiðslunnar sem niðurgreiddur er til útflutnings, friða verst förnu afréttina á gosbeltinu og beina styrkjum í greininni til svæða þar sem ástand afrétta er gott, einkum á vestan- og austanverðu landinu. Sjálfsagt er að hafa góðan aðdraganda að þessum breytingum og styðja við þá bændur sem þurfa að skera niður eða a.m.k. hætta upprekstri sauðfjár. Í febrúar sl. sendu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun varðandi þessi grundvallaratriði – að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi (sjá hér). Ágætu alþingismenn, gleymið ekki náttúruverndarþættinum í þeim viðræðum sem fram undan eru varðandi búvörusamningana. Látið ekki gróður landsins líða fyrir innfluttan geitaost þótt góður sé.http://landvernd.is/Sidur/Aherslur-um-natturuvernd-komi-i-buvorusamningaÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar