Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar 8. september 2025 14:30 Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar