Yfir 6.000 jarðskjálftar frá goslokum Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði, en myndin er tekin 2. september 2014. Mynd/Ari Trausti Fjölmargir jarðskjálftar hafa orðið í og við Bárðarbungu á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá goslokum í Holuhrauni. Tíðni skjálfta eykst og skjálftar upp á rúmlega þrjú stig verða nokkuð ört. Þróunin hefur orðið til þess að sérfræðingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fylgjast vel með framvindunni. Uppi eru áform um að koma mælistöð fyrir á eldfjallinu og vísindamannaráð Almannavarna mun koma saman til skrafs og ráðagerða á næstunni.Mesta hraungos frá 1783 Eins og flestir muna lauk eldgosinu í Holuhrauni í lok febrúar 2015. Það varð mesta hraungos á landinu síðan í Skaftáreldum 1783. Smám saman, að gosi loknu, mátti ráða af skjálftavirkni undir Bárðarbungu að kerfið kynni að vera að sækja í sig veðrið. Saga eldgosa þar bendir til þess að mislöng virknitímabil hafa gengið yfir, nú síðast á 18. öld. Stök eldgos eru líka þekkt, samanber Tröllahraunselda 1862-1864, í syðri sprungurein eldstöðvakerfisins.Skýr mynd í gögnum Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, hefur kynnt sér gögn sem sérfræðingar Veðurstofunnar birta á vefsíðu hennar, um skjálftavirknina í og við Bárðarbungu. Þau sýna skjálfta kringum stóru kvikufylltu sprunguna (ganginn) sem gat af sér eldgosin veturinn 2014 til 2015 og enn fremur skjálfta í Bárðarbungu sjálfri. „Þetta eru alls tæplega 6.200 skjálftar, frá goslokum til síðustu mánaðamóta. Margir skjálftar eru um og yfir þrjá að stærð en einn 4,2 stig fyrir skömmu, með upptök grunnt í jarðskorpunni undir Bárðarbungu, á um það bil þriggja kílómetra dýpi. Eftir því sem liðið hefur á þetta tímabil hefur skjálftum fækkað við kvikuganginn en þeim fjölgar í Bárðarbungu sjálfri. Þarna kemur líka fram að jarðhræringum í eldfjallinu fjölgaði hægt framan af 2015 en heldur hraðar á þessu ári, segir Ari Trausti og bætir við að gögnin sýna að 3-stiga skjálftar séu síst á undanhaldi."Eldfjallið þenst út „Landfærslumælingar með GPS-stöðvum virðast styðja þá tilgátu að eldfjallið þenjist út og gætu þá margir skjálftanna einmitt stafað af vaxandi kvikuþrýstingi djúpt undir miðju eldstöðvakerfisins, segir Ari Trausti. „Staðsetningar jarðskjálfta, samkvæmt gögnunum, sýna að skjálftar á þriggja til tíu kílómetra dýpi eru algengastir. Þeir verða í stökka hluta jarðskorpunnar, stundum kallaðir brotaskjálftar. Allnokkrar dýpri jarðhræringar, á 20 til 25 kílómetra dýpi, geta hins vegar táknað að kvika rís undir miðju eldstöðvakerfisins. Fyrir því ferli eru vísbendingar úr aðdragandanum að Eyjafjallajökulsgosinu 2010. En ég ítreka mikilvægi þess að mín orð og gögnin eru ekki ígildi spár um frekari eldsumbrot. Nóg að segja að líkur á nýjum umbrotum aukist núna. Enginn veit hvar eða hvenær eitthvað slíkt kann að gerast enda getur þessi þróun stöðvast, allt eins og haldið áfram,“ segir Ari Trausti að lokum.Yfir 20 eldgos á sögulegum tímaBárðarbunga í norðanvestanverðum Vatnajökli er virknimiðja í öflugu eldstöðvakerfi sem nær frá Dyngjuhálsi í norðri inn á Torfajökulssvæðið í suðaustri. Það mælist tæplega 200 kílómetra langt og allt að 30 kílómetra breitt.Í kerfinu eru tvær megineldstöðvar, Bárðarbunga og Hamarinn.Eldgos hafa orðið yfir 20 sinnum í Bárðarbungukerfinu á sögulegum tíma. Í upphafi 18. aldar og fram undir 1740 gekk yfir hrina eldgosa og væntanlega gliðnunar í norðurhlutanum.Gjóskulög og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum benda til þess að eldurinn hafi oft verið uppi undir jökli en það kann líka að hafa gosið á íslausu landi enda nokkuð um nýleg hraun og gíga frá Dyngjuhálsi yfir í Holuhraun.Nokkru fyrr, á 9. og 15. öld, urðu öflugar gos- og rekhrinur í suðurhluta Bárðarbungukerfisins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Fjölmargir jarðskjálftar hafa orðið í og við Bárðarbungu á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá goslokum í Holuhrauni. Tíðni skjálfta eykst og skjálftar upp á rúmlega þrjú stig verða nokkuð ört. Þróunin hefur orðið til þess að sérfræðingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fylgjast vel með framvindunni. Uppi eru áform um að koma mælistöð fyrir á eldfjallinu og vísindamannaráð Almannavarna mun koma saman til skrafs og ráðagerða á næstunni.Mesta hraungos frá 1783 Eins og flestir muna lauk eldgosinu í Holuhrauni í lok febrúar 2015. Það varð mesta hraungos á landinu síðan í Skaftáreldum 1783. Smám saman, að gosi loknu, mátti ráða af skjálftavirkni undir Bárðarbungu að kerfið kynni að vera að sækja í sig veðrið. Saga eldgosa þar bendir til þess að mislöng virknitímabil hafa gengið yfir, nú síðast á 18. öld. Stök eldgos eru líka þekkt, samanber Tröllahraunselda 1862-1864, í syðri sprungurein eldstöðvakerfisins.Skýr mynd í gögnum Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, hefur kynnt sér gögn sem sérfræðingar Veðurstofunnar birta á vefsíðu hennar, um skjálftavirknina í og við Bárðarbungu. Þau sýna skjálfta kringum stóru kvikufylltu sprunguna (ganginn) sem gat af sér eldgosin veturinn 2014 til 2015 og enn fremur skjálfta í Bárðarbungu sjálfri. „Þetta eru alls tæplega 6.200 skjálftar, frá goslokum til síðustu mánaðamóta. Margir skjálftar eru um og yfir þrjá að stærð en einn 4,2 stig fyrir skömmu, með upptök grunnt í jarðskorpunni undir Bárðarbungu, á um það bil þriggja kílómetra dýpi. Eftir því sem liðið hefur á þetta tímabil hefur skjálftum fækkað við kvikuganginn en þeim fjölgar í Bárðarbungu sjálfri. Þarna kemur líka fram að jarðhræringum í eldfjallinu fjölgaði hægt framan af 2015 en heldur hraðar á þessu ári, segir Ari Trausti og bætir við að gögnin sýna að 3-stiga skjálftar séu síst á undanhaldi."Eldfjallið þenst út „Landfærslumælingar með GPS-stöðvum virðast styðja þá tilgátu að eldfjallið þenjist út og gætu þá margir skjálftanna einmitt stafað af vaxandi kvikuþrýstingi djúpt undir miðju eldstöðvakerfisins, segir Ari Trausti. „Staðsetningar jarðskjálfta, samkvæmt gögnunum, sýna að skjálftar á þriggja til tíu kílómetra dýpi eru algengastir. Þeir verða í stökka hluta jarðskorpunnar, stundum kallaðir brotaskjálftar. Allnokkrar dýpri jarðhræringar, á 20 til 25 kílómetra dýpi, geta hins vegar táknað að kvika rís undir miðju eldstöðvakerfisins. Fyrir því ferli eru vísbendingar úr aðdragandanum að Eyjafjallajökulsgosinu 2010. En ég ítreka mikilvægi þess að mín orð og gögnin eru ekki ígildi spár um frekari eldsumbrot. Nóg að segja að líkur á nýjum umbrotum aukist núna. Enginn veit hvar eða hvenær eitthvað slíkt kann að gerast enda getur þessi þróun stöðvast, allt eins og haldið áfram,“ segir Ari Trausti að lokum.Yfir 20 eldgos á sögulegum tímaBárðarbunga í norðanvestanverðum Vatnajökli er virknimiðja í öflugu eldstöðvakerfi sem nær frá Dyngjuhálsi í norðri inn á Torfajökulssvæðið í suðaustri. Það mælist tæplega 200 kílómetra langt og allt að 30 kílómetra breitt.Í kerfinu eru tvær megineldstöðvar, Bárðarbunga og Hamarinn.Eldgos hafa orðið yfir 20 sinnum í Bárðarbungukerfinu á sögulegum tíma. Í upphafi 18. aldar og fram undir 1740 gekk yfir hrina eldgosa og væntanlega gliðnunar í norðurhlutanum.Gjóskulög og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum benda til þess að eldurinn hafi oft verið uppi undir jökli en það kann líka að hafa gosið á íslausu landi enda nokkuð um nýleg hraun og gíga frá Dyngjuhálsi yfir í Holuhraun.Nokkru fyrr, á 9. og 15. öld, urðu öflugar gos- og rekhrinur í suðurhluta Bárðarbungukerfisins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira