Yfir 6.000 jarðskjálftar frá goslokum Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði, en myndin er tekin 2. september 2014. Mynd/Ari Trausti Fjölmargir jarðskjálftar hafa orðið í og við Bárðarbungu á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá goslokum í Holuhrauni. Tíðni skjálfta eykst og skjálftar upp á rúmlega þrjú stig verða nokkuð ört. Þróunin hefur orðið til þess að sérfræðingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fylgjast vel með framvindunni. Uppi eru áform um að koma mælistöð fyrir á eldfjallinu og vísindamannaráð Almannavarna mun koma saman til skrafs og ráðagerða á næstunni.Mesta hraungos frá 1783 Eins og flestir muna lauk eldgosinu í Holuhrauni í lok febrúar 2015. Það varð mesta hraungos á landinu síðan í Skaftáreldum 1783. Smám saman, að gosi loknu, mátti ráða af skjálftavirkni undir Bárðarbungu að kerfið kynni að vera að sækja í sig veðrið. Saga eldgosa þar bendir til þess að mislöng virknitímabil hafa gengið yfir, nú síðast á 18. öld. Stök eldgos eru líka þekkt, samanber Tröllahraunselda 1862-1864, í syðri sprungurein eldstöðvakerfisins.Skýr mynd í gögnum Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, hefur kynnt sér gögn sem sérfræðingar Veðurstofunnar birta á vefsíðu hennar, um skjálftavirknina í og við Bárðarbungu. Þau sýna skjálfta kringum stóru kvikufylltu sprunguna (ganginn) sem gat af sér eldgosin veturinn 2014 til 2015 og enn fremur skjálfta í Bárðarbungu sjálfri. „Þetta eru alls tæplega 6.200 skjálftar, frá goslokum til síðustu mánaðamóta. Margir skjálftar eru um og yfir þrjá að stærð en einn 4,2 stig fyrir skömmu, með upptök grunnt í jarðskorpunni undir Bárðarbungu, á um það bil þriggja kílómetra dýpi. Eftir því sem liðið hefur á þetta tímabil hefur skjálftum fækkað við kvikuganginn en þeim fjölgar í Bárðarbungu sjálfri. Þarna kemur líka fram að jarðhræringum í eldfjallinu fjölgaði hægt framan af 2015 en heldur hraðar á þessu ári, segir Ari Trausti og bætir við að gögnin sýna að 3-stiga skjálftar séu síst á undanhaldi."Eldfjallið þenst út „Landfærslumælingar með GPS-stöðvum virðast styðja þá tilgátu að eldfjallið þenjist út og gætu þá margir skjálftanna einmitt stafað af vaxandi kvikuþrýstingi djúpt undir miðju eldstöðvakerfisins, segir Ari Trausti. „Staðsetningar jarðskjálfta, samkvæmt gögnunum, sýna að skjálftar á þriggja til tíu kílómetra dýpi eru algengastir. Þeir verða í stökka hluta jarðskorpunnar, stundum kallaðir brotaskjálftar. Allnokkrar dýpri jarðhræringar, á 20 til 25 kílómetra dýpi, geta hins vegar táknað að kvika rís undir miðju eldstöðvakerfisins. Fyrir því ferli eru vísbendingar úr aðdragandanum að Eyjafjallajökulsgosinu 2010. En ég ítreka mikilvægi þess að mín orð og gögnin eru ekki ígildi spár um frekari eldsumbrot. Nóg að segja að líkur á nýjum umbrotum aukist núna. Enginn veit hvar eða hvenær eitthvað slíkt kann að gerast enda getur þessi þróun stöðvast, allt eins og haldið áfram,“ segir Ari Trausti að lokum.Yfir 20 eldgos á sögulegum tímaBárðarbunga í norðanvestanverðum Vatnajökli er virknimiðja í öflugu eldstöðvakerfi sem nær frá Dyngjuhálsi í norðri inn á Torfajökulssvæðið í suðaustri. Það mælist tæplega 200 kílómetra langt og allt að 30 kílómetra breitt.Í kerfinu eru tvær megineldstöðvar, Bárðarbunga og Hamarinn.Eldgos hafa orðið yfir 20 sinnum í Bárðarbungukerfinu á sögulegum tíma. Í upphafi 18. aldar og fram undir 1740 gekk yfir hrina eldgosa og væntanlega gliðnunar í norðurhlutanum.Gjóskulög og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum benda til þess að eldurinn hafi oft verið uppi undir jökli en það kann líka að hafa gosið á íslausu landi enda nokkuð um nýleg hraun og gíga frá Dyngjuhálsi yfir í Holuhraun.Nokkru fyrr, á 9. og 15. öld, urðu öflugar gos- og rekhrinur í suðurhluta Bárðarbungukerfisins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Fjölmargir jarðskjálftar hafa orðið í og við Bárðarbungu á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá goslokum í Holuhrauni. Tíðni skjálfta eykst og skjálftar upp á rúmlega þrjú stig verða nokkuð ört. Þróunin hefur orðið til þess að sérfræðingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fylgjast vel með framvindunni. Uppi eru áform um að koma mælistöð fyrir á eldfjallinu og vísindamannaráð Almannavarna mun koma saman til skrafs og ráðagerða á næstunni.Mesta hraungos frá 1783 Eins og flestir muna lauk eldgosinu í Holuhrauni í lok febrúar 2015. Það varð mesta hraungos á landinu síðan í Skaftáreldum 1783. Smám saman, að gosi loknu, mátti ráða af skjálftavirkni undir Bárðarbungu að kerfið kynni að vera að sækja í sig veðrið. Saga eldgosa þar bendir til þess að mislöng virknitímabil hafa gengið yfir, nú síðast á 18. öld. Stök eldgos eru líka þekkt, samanber Tröllahraunselda 1862-1864, í syðri sprungurein eldstöðvakerfisins.Skýr mynd í gögnum Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, hefur kynnt sér gögn sem sérfræðingar Veðurstofunnar birta á vefsíðu hennar, um skjálftavirknina í og við Bárðarbungu. Þau sýna skjálfta kringum stóru kvikufylltu sprunguna (ganginn) sem gat af sér eldgosin veturinn 2014 til 2015 og enn fremur skjálfta í Bárðarbungu sjálfri. „Þetta eru alls tæplega 6.200 skjálftar, frá goslokum til síðustu mánaðamóta. Margir skjálftar eru um og yfir þrjá að stærð en einn 4,2 stig fyrir skömmu, með upptök grunnt í jarðskorpunni undir Bárðarbungu, á um það bil þriggja kílómetra dýpi. Eftir því sem liðið hefur á þetta tímabil hefur skjálftum fækkað við kvikuganginn en þeim fjölgar í Bárðarbungu sjálfri. Þarna kemur líka fram að jarðhræringum í eldfjallinu fjölgaði hægt framan af 2015 en heldur hraðar á þessu ári, segir Ari Trausti og bætir við að gögnin sýna að 3-stiga skjálftar séu síst á undanhaldi."Eldfjallið þenst út „Landfærslumælingar með GPS-stöðvum virðast styðja þá tilgátu að eldfjallið þenjist út og gætu þá margir skjálftanna einmitt stafað af vaxandi kvikuþrýstingi djúpt undir miðju eldstöðvakerfisins, segir Ari Trausti. „Staðsetningar jarðskjálfta, samkvæmt gögnunum, sýna að skjálftar á þriggja til tíu kílómetra dýpi eru algengastir. Þeir verða í stökka hluta jarðskorpunnar, stundum kallaðir brotaskjálftar. Allnokkrar dýpri jarðhræringar, á 20 til 25 kílómetra dýpi, geta hins vegar táknað að kvika rís undir miðju eldstöðvakerfisins. Fyrir því ferli eru vísbendingar úr aðdragandanum að Eyjafjallajökulsgosinu 2010. En ég ítreka mikilvægi þess að mín orð og gögnin eru ekki ígildi spár um frekari eldsumbrot. Nóg að segja að líkur á nýjum umbrotum aukist núna. Enginn veit hvar eða hvenær eitthvað slíkt kann að gerast enda getur þessi þróun stöðvast, allt eins og haldið áfram,“ segir Ari Trausti að lokum.Yfir 20 eldgos á sögulegum tímaBárðarbunga í norðanvestanverðum Vatnajökli er virknimiðja í öflugu eldstöðvakerfi sem nær frá Dyngjuhálsi í norðri inn á Torfajökulssvæðið í suðaustri. Það mælist tæplega 200 kílómetra langt og allt að 30 kílómetra breitt.Í kerfinu eru tvær megineldstöðvar, Bárðarbunga og Hamarinn.Eldgos hafa orðið yfir 20 sinnum í Bárðarbungukerfinu á sögulegum tíma. Í upphafi 18. aldar og fram undir 1740 gekk yfir hrina eldgosa og væntanlega gliðnunar í norðurhlutanum.Gjóskulög og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum benda til þess að eldurinn hafi oft verið uppi undir jökli en það kann líka að hafa gosið á íslausu landi enda nokkuð um nýleg hraun og gíga frá Dyngjuhálsi yfir í Holuhraun.Nokkru fyrr, á 9. og 15. öld, urðu öflugar gos- og rekhrinur í suðurhluta Bárðarbungukerfisins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira