Baðst ekki afsökunar fyrir hönd lands síns Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. maí 2016 07:00 Barack Obama í Hiroshima ásamt Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Nordicphotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að minningin um kjarnorkusprenginguna í Hiroshima megi aldrei hverfa. Hann kom til Hiroshima í gær, fyrstur Bandaríkjaforseta í embætti. Tveir aðrir Bandaríkjaforsetar hafa þó komið til Hiroshima, en það voru þeir Jimmy Carter sem kom þangað löngu eftir að hafa látið af embætti og Richard Nixon sem kom þangað nokkrum árum áður en hann varð forseti. Obama baðst ekki afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna, en heimsóknin þykir engu að síður marka tímamót. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á þann lærdóm, sem draga þyrfti af hörmungunum í Hiroshima og Nagasaki. „Við komum hingað til að syrgja hina látnu,“ sagði hann. „Sálir þeirra tala til okkar. Þær segja okkur að líta í eigin barm og átta okkur á því hver við erum.“ Kjarnorkusprengjurnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima og Nagasaki kostuðu líklega vel yfir 200 þúsund manns lífið og tugir þúsunda þjáðust árum og áratugum saman af afleiðingum sprengjanna. „Það er mikilvægara að styrkja þann alþjóðlega skrið sem kominn er á að losa heiminn við kjarnorkuvopn með því að fá hann til að skilja hve hryllilegar kjarnorkusprengjur eru, frekar en að óska eftir afsökunarbeiðni frá honum,“ hefur japanska dagblaðið Asahi Shimbun eftir Kunihiko Lida, 73 ára manni sem lifði af hildarleikinn í Hiroshima þann 6. ágúst árið 1945. Blaðið spurði alla eftirlifendur kjarnorkuhamfaranna hvað þeim þætti um heimsókn Obama. Níutíu prósent þeirra voru ánægð með að Obama kæmi til Hiroshima og aðeins þriðjungur sagði nauðsynlegt að fá frá honum afsökunarbeiðni. „Einhvers staðar í huga mér er mér enn illa við Bandaríkin og vil afsökunarbeiðni frá þeim, en tíminn er að renna mér úr greipum,“ sagði Lida í sams konar könnun blaðsins á síðasta ári, en blaðið gerir reglulega skoðanakönnun meðal þeirra sem lifðu af kjarnorkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki. Margir Japanir bíða þó enn eftir afsökunarbeiðni frá Bandaríkjunum. „Við Japanir gerðum hræðilega hluti úti um alla Asíu,“ hefur bandaríska fréttastofan AP eftir Han Jeong-soon, 58 ára konu, en faðir hennar missti foreldra sína í hildarleiknum árið 1945. „Og við Japanir ættum að biðjast afsökunar vegna þess að við skömmumst okkar svo mikið, og við höfum ekki af einlægni beðið öll þessi Asíulönd afsökunar. En að varpa kjarnorkusprengjunni var hin fullkomna illska.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að minningin um kjarnorkusprenginguna í Hiroshima megi aldrei hverfa. Hann kom til Hiroshima í gær, fyrstur Bandaríkjaforseta í embætti. Tveir aðrir Bandaríkjaforsetar hafa þó komið til Hiroshima, en það voru þeir Jimmy Carter sem kom þangað löngu eftir að hafa látið af embætti og Richard Nixon sem kom þangað nokkrum árum áður en hann varð forseti. Obama baðst ekki afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna, en heimsóknin þykir engu að síður marka tímamót. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á þann lærdóm, sem draga þyrfti af hörmungunum í Hiroshima og Nagasaki. „Við komum hingað til að syrgja hina látnu,“ sagði hann. „Sálir þeirra tala til okkar. Þær segja okkur að líta í eigin barm og átta okkur á því hver við erum.“ Kjarnorkusprengjurnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima og Nagasaki kostuðu líklega vel yfir 200 þúsund manns lífið og tugir þúsunda þjáðust árum og áratugum saman af afleiðingum sprengjanna. „Það er mikilvægara að styrkja þann alþjóðlega skrið sem kominn er á að losa heiminn við kjarnorkuvopn með því að fá hann til að skilja hve hryllilegar kjarnorkusprengjur eru, frekar en að óska eftir afsökunarbeiðni frá honum,“ hefur japanska dagblaðið Asahi Shimbun eftir Kunihiko Lida, 73 ára manni sem lifði af hildarleikinn í Hiroshima þann 6. ágúst árið 1945. Blaðið spurði alla eftirlifendur kjarnorkuhamfaranna hvað þeim þætti um heimsókn Obama. Níutíu prósent þeirra voru ánægð með að Obama kæmi til Hiroshima og aðeins þriðjungur sagði nauðsynlegt að fá frá honum afsökunarbeiðni. „Einhvers staðar í huga mér er mér enn illa við Bandaríkin og vil afsökunarbeiðni frá þeim, en tíminn er að renna mér úr greipum,“ sagði Lida í sams konar könnun blaðsins á síðasta ári, en blaðið gerir reglulega skoðanakönnun meðal þeirra sem lifðu af kjarnorkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki. Margir Japanir bíða þó enn eftir afsökunarbeiðni frá Bandaríkjunum. „Við Japanir gerðum hræðilega hluti úti um alla Asíu,“ hefur bandaríska fréttastofan AP eftir Han Jeong-soon, 58 ára konu, en faðir hennar missti foreldra sína í hildarleiknum árið 1945. „Og við Japanir ættum að biðjast afsökunar vegna þess að við skömmumst okkar svo mikið, og við höfum ekki af einlægni beðið öll þessi Asíulönd afsökunar. En að varpa kjarnorkusprengjunni var hin fullkomna illska.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira