Baðst ekki afsökunar fyrir hönd lands síns Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. maí 2016 07:00 Barack Obama í Hiroshima ásamt Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Nordicphotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að minningin um kjarnorkusprenginguna í Hiroshima megi aldrei hverfa. Hann kom til Hiroshima í gær, fyrstur Bandaríkjaforseta í embætti. Tveir aðrir Bandaríkjaforsetar hafa þó komið til Hiroshima, en það voru þeir Jimmy Carter sem kom þangað löngu eftir að hafa látið af embætti og Richard Nixon sem kom þangað nokkrum árum áður en hann varð forseti. Obama baðst ekki afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna, en heimsóknin þykir engu að síður marka tímamót. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á þann lærdóm, sem draga þyrfti af hörmungunum í Hiroshima og Nagasaki. „Við komum hingað til að syrgja hina látnu,“ sagði hann. „Sálir þeirra tala til okkar. Þær segja okkur að líta í eigin barm og átta okkur á því hver við erum.“ Kjarnorkusprengjurnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima og Nagasaki kostuðu líklega vel yfir 200 þúsund manns lífið og tugir þúsunda þjáðust árum og áratugum saman af afleiðingum sprengjanna. „Það er mikilvægara að styrkja þann alþjóðlega skrið sem kominn er á að losa heiminn við kjarnorkuvopn með því að fá hann til að skilja hve hryllilegar kjarnorkusprengjur eru, frekar en að óska eftir afsökunarbeiðni frá honum,“ hefur japanska dagblaðið Asahi Shimbun eftir Kunihiko Lida, 73 ára manni sem lifði af hildarleikinn í Hiroshima þann 6. ágúst árið 1945. Blaðið spurði alla eftirlifendur kjarnorkuhamfaranna hvað þeim þætti um heimsókn Obama. Níutíu prósent þeirra voru ánægð með að Obama kæmi til Hiroshima og aðeins þriðjungur sagði nauðsynlegt að fá frá honum afsökunarbeiðni. „Einhvers staðar í huga mér er mér enn illa við Bandaríkin og vil afsökunarbeiðni frá þeim, en tíminn er að renna mér úr greipum,“ sagði Lida í sams konar könnun blaðsins á síðasta ári, en blaðið gerir reglulega skoðanakönnun meðal þeirra sem lifðu af kjarnorkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki. Margir Japanir bíða þó enn eftir afsökunarbeiðni frá Bandaríkjunum. „Við Japanir gerðum hræðilega hluti úti um alla Asíu,“ hefur bandaríska fréttastofan AP eftir Han Jeong-soon, 58 ára konu, en faðir hennar missti foreldra sína í hildarleiknum árið 1945. „Og við Japanir ættum að biðjast afsökunar vegna þess að við skömmumst okkar svo mikið, og við höfum ekki af einlægni beðið öll þessi Asíulönd afsökunar. En að varpa kjarnorkusprengjunni var hin fullkomna illska.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að minningin um kjarnorkusprenginguna í Hiroshima megi aldrei hverfa. Hann kom til Hiroshima í gær, fyrstur Bandaríkjaforseta í embætti. Tveir aðrir Bandaríkjaforsetar hafa þó komið til Hiroshima, en það voru þeir Jimmy Carter sem kom þangað löngu eftir að hafa látið af embætti og Richard Nixon sem kom þangað nokkrum árum áður en hann varð forseti. Obama baðst ekki afsökunar fyrir hönd Bandaríkjanna, en heimsóknin þykir engu að síður marka tímamót. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á þann lærdóm, sem draga þyrfti af hörmungunum í Hiroshima og Nagasaki. „Við komum hingað til að syrgja hina látnu,“ sagði hann. „Sálir þeirra tala til okkar. Þær segja okkur að líta í eigin barm og átta okkur á því hver við erum.“ Kjarnorkusprengjurnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima og Nagasaki kostuðu líklega vel yfir 200 þúsund manns lífið og tugir þúsunda þjáðust árum og áratugum saman af afleiðingum sprengjanna. „Það er mikilvægara að styrkja þann alþjóðlega skrið sem kominn er á að losa heiminn við kjarnorkuvopn með því að fá hann til að skilja hve hryllilegar kjarnorkusprengjur eru, frekar en að óska eftir afsökunarbeiðni frá honum,“ hefur japanska dagblaðið Asahi Shimbun eftir Kunihiko Lida, 73 ára manni sem lifði af hildarleikinn í Hiroshima þann 6. ágúst árið 1945. Blaðið spurði alla eftirlifendur kjarnorkuhamfaranna hvað þeim þætti um heimsókn Obama. Níutíu prósent þeirra voru ánægð með að Obama kæmi til Hiroshima og aðeins þriðjungur sagði nauðsynlegt að fá frá honum afsökunarbeiðni. „Einhvers staðar í huga mér er mér enn illa við Bandaríkin og vil afsökunarbeiðni frá þeim, en tíminn er að renna mér úr greipum,“ sagði Lida í sams konar könnun blaðsins á síðasta ári, en blaðið gerir reglulega skoðanakönnun meðal þeirra sem lifðu af kjarnorkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki. Margir Japanir bíða þó enn eftir afsökunarbeiðni frá Bandaríkjunum. „Við Japanir gerðum hræðilega hluti úti um alla Asíu,“ hefur bandaríska fréttastofan AP eftir Han Jeong-soon, 58 ára konu, en faðir hennar missti foreldra sína í hildarleiknum árið 1945. „Og við Japanir ættum að biðjast afsökunar vegna þess að við skömmumst okkar svo mikið, og við höfum ekki af einlægni beðið öll þessi Asíulönd afsökunar. En að varpa kjarnorkusprengjunni var hin fullkomna illska.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent