Vannæring aldraðra þarf athygli frá öllum Svavar Hávarðsson skrifar 16. nóvember 2016 06:45 Allt samfélagið þarf að halda vöku sinni hvað varðar vannæringu gamals fólks – sem getur verið erfitt að greina. vísir/gva Nærtækt væri að huga að næringarástandi gamals fólks þegar það leitar læknis eða á samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Staðfesting á vannæringu gamals fólks sem liggur inni á sjúkrastofnunum, sem og þeirra sem dvelja heima, er alvarlegt vandamál sem verðskuldar sérstaka athygli samfélagsins.Þetta segir Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, en sterkar vísbendingar eru um að vannæring aldraðra á íslenskum sjúkrastofnunum sé algengt vandamál. Hún segir, en Embætti landlæknis hefur samkvæmt lögum eftirlit með því að heilbrigðisþjónustan uppfylli faglegar kröfur, að í grunninn séu aldraðir áhættuhópur hvað vannæringu varðar. Ábyrgðin liggi óumdeilanlega hjá sjúkrastofnunum að fylgjast með næringarástandi þeirra sem þar dvelja. Embættið hafi gert úttektir á hjúkrunarheimilum og eitt af því sem er skoðað sérstaklega eru matseðlar hvers heimilis, hvort boðið sé upp á sérfæði svo og niðurstöður þeirra gæðavísa sem snúa að næringu. Fagleg ábyrgð hvíli jafnframt á þeim sem annast heimahjúkrun að vakta næringarástand umbjóðenda sinna. Laura segir að tíðindin frá Landakoti, og staðan í heild, hafi í raun ekki komið embættinu sérstaklega á óvart. Áður hafi komið fram vísbendingar um að gamalt fólk fái ekki nægilega mikið að borða, eða rétt fæði. Ekki síst eigi það við um rannsóknir erlendis frá. „Þetta er ein af grunnþörfum mannsins og mikilvægt að þessu sé vel sinnt. Einn af viðurkenndum gæðavísum fyrir sjúkrastofnanir er hvort mat sé gert á næringarástandi þeirra sem eru í áhættuhópi. Það er ákveðinn mælikvarði á gæði þeirrar þjónustu sem stofnun veitir að næringarástand áhættuhópa sé metið,“ segir Laura. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að beðið hafi verið um sérstakar leiðbeiningar frá landlækni um fæði til þess hóps sem um ræðir – veikra aldraðra en þeirri beiðni hafi ekki verið sinnt. Laura segir að sérþekkingu á þessu tiltekna atriði sé ekki að finna hjá embættinu en gefin hafi verið út handbók um mataræði aldraðra árið 2008. Handbókin er aðallega ætluð þeim sem vinna við að skipuleggja matseðla og útbúa mat fyrir aldraða eða vinna við hjúkrun aldraðra. Í handbókinni er stuttlega talað um næringu sjúkra aldraðra.Laura Scheving Thorsteinssonvísir/vilhelmLaura segir að þegar fólk er orðið veikt þurfi einatt sértæka þekkingu varðandi næringu og erfitt að gefa út leiðbeiningar sem ná til þessa hóps í heild. Erfitt sé svo að vita hvort vannæringin sé tilkomin heima eða á stofnuninni sem viðkomandi dvelur á – vandamálið sé margþætt og kalli á vitundarvakningu. „Vandinn er slíkur að margir þurfa að taka höndum saman. Ég held, þegar einstaklingur leitar til heilbrigðiskerfisins, hvort sem það er í heimahjúkrun, heilsugæslu, á hjúkrunarheimilum eða á sjúkrahúsunum, sé mjög mikilvægt að starfsfólkið sé vakandi fyrir næringarástandi fólksins og bregðist við því. Það væri hægt að nota það tækifæri til að meta þennan þátt. Það er örugglega gert en kannski má nota þetta tækifæri enn betur til að huga að þeim möguleika að fólk sé vannært,“ segir Laura sem hefur jafnframt áhyggjur af manneklu í heilbrigðiskerfinu, aðstöðuleysi og fjárskorti, í þessu samhengi. Eins ætti að vera sjálfsagt að næringarfræðingar störfuðu innan heimahjúkrunar og heilsugæslunnar, sem ekki er í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Nærtækt væri að huga að næringarástandi gamals fólks þegar það leitar læknis eða á samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Staðfesting á vannæringu gamals fólks sem liggur inni á sjúkrastofnunum, sem og þeirra sem dvelja heima, er alvarlegt vandamál sem verðskuldar sérstaka athygli samfélagsins.Þetta segir Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, en sterkar vísbendingar eru um að vannæring aldraðra á íslenskum sjúkrastofnunum sé algengt vandamál. Hún segir, en Embætti landlæknis hefur samkvæmt lögum eftirlit með því að heilbrigðisþjónustan uppfylli faglegar kröfur, að í grunninn séu aldraðir áhættuhópur hvað vannæringu varðar. Ábyrgðin liggi óumdeilanlega hjá sjúkrastofnunum að fylgjast með næringarástandi þeirra sem þar dvelja. Embættið hafi gert úttektir á hjúkrunarheimilum og eitt af því sem er skoðað sérstaklega eru matseðlar hvers heimilis, hvort boðið sé upp á sérfæði svo og niðurstöður þeirra gæðavísa sem snúa að næringu. Fagleg ábyrgð hvíli jafnframt á þeim sem annast heimahjúkrun að vakta næringarástand umbjóðenda sinna. Laura segir að tíðindin frá Landakoti, og staðan í heild, hafi í raun ekki komið embættinu sérstaklega á óvart. Áður hafi komið fram vísbendingar um að gamalt fólk fái ekki nægilega mikið að borða, eða rétt fæði. Ekki síst eigi það við um rannsóknir erlendis frá. „Þetta er ein af grunnþörfum mannsins og mikilvægt að þessu sé vel sinnt. Einn af viðurkenndum gæðavísum fyrir sjúkrastofnanir er hvort mat sé gert á næringarástandi þeirra sem eru í áhættuhópi. Það er ákveðinn mælikvarði á gæði þeirrar þjónustu sem stofnun veitir að næringarástand áhættuhópa sé metið,“ segir Laura. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að beðið hafi verið um sérstakar leiðbeiningar frá landlækni um fæði til þess hóps sem um ræðir – veikra aldraðra en þeirri beiðni hafi ekki verið sinnt. Laura segir að sérþekkingu á þessu tiltekna atriði sé ekki að finna hjá embættinu en gefin hafi verið út handbók um mataræði aldraðra árið 2008. Handbókin er aðallega ætluð þeim sem vinna við að skipuleggja matseðla og útbúa mat fyrir aldraða eða vinna við hjúkrun aldraðra. Í handbókinni er stuttlega talað um næringu sjúkra aldraðra.Laura Scheving Thorsteinssonvísir/vilhelmLaura segir að þegar fólk er orðið veikt þurfi einatt sértæka þekkingu varðandi næringu og erfitt að gefa út leiðbeiningar sem ná til þessa hóps í heild. Erfitt sé svo að vita hvort vannæringin sé tilkomin heima eða á stofnuninni sem viðkomandi dvelur á – vandamálið sé margþætt og kalli á vitundarvakningu. „Vandinn er slíkur að margir þurfa að taka höndum saman. Ég held, þegar einstaklingur leitar til heilbrigðiskerfisins, hvort sem það er í heimahjúkrun, heilsugæslu, á hjúkrunarheimilum eða á sjúkrahúsunum, sé mjög mikilvægt að starfsfólkið sé vakandi fyrir næringarástandi fólksins og bregðist við því. Það væri hægt að nota það tækifæri til að meta þennan þátt. Það er örugglega gert en kannski má nota þetta tækifæri enn betur til að huga að þeim möguleika að fólk sé vannært,“ segir Laura sem hefur jafnframt áhyggjur af manneklu í heilbrigðiskerfinu, aðstöðuleysi og fjárskorti, í þessu samhengi. Eins ætti að vera sjálfsagt að næringarfræðingar störfuðu innan heimahjúkrunar og heilsugæslunnar, sem ekki er í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00