Lögregla þurfti frá að hverfa eftir átök á heimili hælisleitenda í nótt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:25 Vísa átti Abdelwahab Saad, konu hans Fadilu Zakaria og börnum þeirra Hanif og Jónínu úr landi klukkan fimm í nótt. Bæði börn þeirra hjóna fæddust á Íslandi. Vinir fjölskyldunnar voru hjá þeim í nótt, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þegar lögreglu bar að garði var fjölmiðlum vísað frá og gestunum þar á eftir. Hringt var á fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa til við brottvísunina. Þegar fulltrúa barnaverndarnefndar bar að garði bað hann lögregluna hins vegar um að slá aðgerðinni á frest. Umsjónarmenn Facebook síðunnar Ekki fleiri brottvísanir tóku myndband á heimili fjölskyldunnar í nótt. Í því sést lögreglan biðja fjölmiðla og vinafólk að yfirgefa svæðið. „Fadila bauð gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina,” segir í lýsingu við myndbandið.Myndbandið má í spilaranum hér fyrir ofan.Flúði Tógó fyrir tíu árum Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. Saad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014.Njóta ekki grundvallarmannréttinda á Ítalíu Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla. Tengdar fréttir Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Vísa átti Abdelwahab Saad, konu hans Fadilu Zakaria og börnum þeirra Hanif og Jónínu úr landi klukkan fimm í nótt. Bæði börn þeirra hjóna fæddust á Íslandi. Vinir fjölskyldunnar voru hjá þeim í nótt, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þegar lögreglu bar að garði var fjölmiðlum vísað frá og gestunum þar á eftir. Hringt var á fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa til við brottvísunina. Þegar fulltrúa barnaverndarnefndar bar að garði bað hann lögregluna hins vegar um að slá aðgerðinni á frest. Umsjónarmenn Facebook síðunnar Ekki fleiri brottvísanir tóku myndband á heimili fjölskyldunnar í nótt. Í því sést lögreglan biðja fjölmiðla og vinafólk að yfirgefa svæðið. „Fadila bauð gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina,” segir í lýsingu við myndbandið.Myndbandið má í spilaranum hér fyrir ofan.Flúði Tógó fyrir tíu árum Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. Saad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014.Njóta ekki grundvallarmannréttinda á Ítalíu Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla.
Tengdar fréttir Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33