Lögregla þurfti frá að hverfa eftir átök á heimili hælisleitenda í nótt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:25 Vísa átti Abdelwahab Saad, konu hans Fadilu Zakaria og börnum þeirra Hanif og Jónínu úr landi klukkan fimm í nótt. Bæði börn þeirra hjóna fæddust á Íslandi. Vinir fjölskyldunnar voru hjá þeim í nótt, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þegar lögreglu bar að garði var fjölmiðlum vísað frá og gestunum þar á eftir. Hringt var á fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa til við brottvísunina. Þegar fulltrúa barnaverndarnefndar bar að garði bað hann lögregluna hins vegar um að slá aðgerðinni á frest. Umsjónarmenn Facebook síðunnar Ekki fleiri brottvísanir tóku myndband á heimili fjölskyldunnar í nótt. Í því sést lögreglan biðja fjölmiðla og vinafólk að yfirgefa svæðið. „Fadila bauð gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina,” segir í lýsingu við myndbandið.Myndbandið má í spilaranum hér fyrir ofan.Flúði Tógó fyrir tíu árum Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. Saad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014.Njóta ekki grundvallarmannréttinda á Ítalíu Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla. Tengdar fréttir Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Vísa átti Abdelwahab Saad, konu hans Fadilu Zakaria og börnum þeirra Hanif og Jónínu úr landi klukkan fimm í nótt. Bæði börn þeirra hjóna fæddust á Íslandi. Vinir fjölskyldunnar voru hjá þeim í nótt, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þegar lögreglu bar að garði var fjölmiðlum vísað frá og gestunum þar á eftir. Hringt var á fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa til við brottvísunina. Þegar fulltrúa barnaverndarnefndar bar að garði bað hann lögregluna hins vegar um að slá aðgerðinni á frest. Umsjónarmenn Facebook síðunnar Ekki fleiri brottvísanir tóku myndband á heimili fjölskyldunnar í nótt. Í því sést lögreglan biðja fjölmiðla og vinafólk að yfirgefa svæðið. „Fadila bauð gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina,” segir í lýsingu við myndbandið.Myndbandið má í spilaranum hér fyrir ofan.Flúði Tógó fyrir tíu árum Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. Saad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014.Njóta ekki grundvallarmannréttinda á Ítalíu Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla.
Tengdar fréttir Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33