Ný Vínbúð í Garðabæ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 11:12 ÁTVR leitar að hentugu húsnæði undir Vínbúð í Garðabæ. Vísir/GVA Áfengis og tóbaksverslun ríkisins leitar nú að leiguhúsnæði í Garðabæ undir nýja vínbúð sem mun væntanlega opna á næsta ári. Garðbæingar hafa verið án vínbúðar í 6 ár, eða frá áramótum 2010, og því munu væntanlega einhverjir gleðjast yfir þessari ákvörðun. ÁTVR var með vínbúð á Garðatorgi í Garðabæ í tæpan áratug en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það svæði hafa hentað illa. „Við vorum í mjög þröngu húsnæði þarna inn á Garðatorginu, sem var ekki prímastaður. Leigusamningurinn var að renna út á þessum tíma og við vorum þá nýbúin að fara í gengum mikinn samdrátt í samfélaginu. Það voru kannski stærstu þættirnir,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.Í tilkynningu á vef ÁTVR um lokunina árið 2010 kom fram að mikið af verslun hefði flust af svæðinu og að salan í vínbúðinni í Garðabæ hefði dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun, bæði á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu.Á vef Ríkiskaupa má finna útboðslýsingu á leiguhúsnæði fyrir vínbúð í Garðabæ. Þarf húsnæðið að vera um 350 til 400 fermetrar að stærð en það mun skiptast að 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að vera á skilgreindu verslunarsvæði, nærri stofnbraut eða tengibraut, liggja vel við almenningssamgöngum, umferð að og frá húsnæði sé greið, húsnæðið sé á jarðhæð og bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. Krafist er að minnsta kosti 25 til 35 bílastæða sem verða ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt henni. Er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Flutningabílar og lyftarar með vörur þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæðinu og þarf verslunarrýmið að vera sem næst rétthyrnt og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Þá þarf hljóðdempun í verslun að tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500 til 600 lux. Fresturinn til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember næstkomandi, klukkan 11. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Áfengis og tóbaksverslun ríkisins leitar nú að leiguhúsnæði í Garðabæ undir nýja vínbúð sem mun væntanlega opna á næsta ári. Garðbæingar hafa verið án vínbúðar í 6 ár, eða frá áramótum 2010, og því munu væntanlega einhverjir gleðjast yfir þessari ákvörðun. ÁTVR var með vínbúð á Garðatorgi í Garðabæ í tæpan áratug en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það svæði hafa hentað illa. „Við vorum í mjög þröngu húsnæði þarna inn á Garðatorginu, sem var ekki prímastaður. Leigusamningurinn var að renna út á þessum tíma og við vorum þá nýbúin að fara í gengum mikinn samdrátt í samfélaginu. Það voru kannski stærstu þættirnir,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.Í tilkynningu á vef ÁTVR um lokunina árið 2010 kom fram að mikið af verslun hefði flust af svæðinu og að salan í vínbúðinni í Garðabæ hefði dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun, bæði á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu.Á vef Ríkiskaupa má finna útboðslýsingu á leiguhúsnæði fyrir vínbúð í Garðabæ. Þarf húsnæðið að vera um 350 til 400 fermetrar að stærð en það mun skiptast að 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að vera á skilgreindu verslunarsvæði, nærri stofnbraut eða tengibraut, liggja vel við almenningssamgöngum, umferð að og frá húsnæði sé greið, húsnæðið sé á jarðhæð og bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. Krafist er að minnsta kosti 25 til 35 bílastæða sem verða ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt henni. Er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Flutningabílar og lyftarar með vörur þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæðinu og þarf verslunarrýmið að vera sem næst rétthyrnt og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Þá þarf hljóðdempun í verslun að tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500 til 600 lux. Fresturinn til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember næstkomandi, klukkan 11.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira