Ný Vínbúð í Garðabæ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 11:12 ÁTVR leitar að hentugu húsnæði undir Vínbúð í Garðabæ. Vísir/GVA Áfengis og tóbaksverslun ríkisins leitar nú að leiguhúsnæði í Garðabæ undir nýja vínbúð sem mun væntanlega opna á næsta ári. Garðbæingar hafa verið án vínbúðar í 6 ár, eða frá áramótum 2010, og því munu væntanlega einhverjir gleðjast yfir þessari ákvörðun. ÁTVR var með vínbúð á Garðatorgi í Garðabæ í tæpan áratug en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það svæði hafa hentað illa. „Við vorum í mjög þröngu húsnæði þarna inn á Garðatorginu, sem var ekki prímastaður. Leigusamningurinn var að renna út á þessum tíma og við vorum þá nýbúin að fara í gengum mikinn samdrátt í samfélaginu. Það voru kannski stærstu þættirnir,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.Í tilkynningu á vef ÁTVR um lokunina árið 2010 kom fram að mikið af verslun hefði flust af svæðinu og að salan í vínbúðinni í Garðabæ hefði dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun, bæði á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu.Á vef Ríkiskaupa má finna útboðslýsingu á leiguhúsnæði fyrir vínbúð í Garðabæ. Þarf húsnæðið að vera um 350 til 400 fermetrar að stærð en það mun skiptast að 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að vera á skilgreindu verslunarsvæði, nærri stofnbraut eða tengibraut, liggja vel við almenningssamgöngum, umferð að og frá húsnæði sé greið, húsnæðið sé á jarðhæð og bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. Krafist er að minnsta kosti 25 til 35 bílastæða sem verða ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt henni. Er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Flutningabílar og lyftarar með vörur þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæðinu og þarf verslunarrýmið að vera sem næst rétthyrnt og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Þá þarf hljóðdempun í verslun að tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500 til 600 lux. Fresturinn til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember næstkomandi, klukkan 11. Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Áfengis og tóbaksverslun ríkisins leitar nú að leiguhúsnæði í Garðabæ undir nýja vínbúð sem mun væntanlega opna á næsta ári. Garðbæingar hafa verið án vínbúðar í 6 ár, eða frá áramótum 2010, og því munu væntanlega einhverjir gleðjast yfir þessari ákvörðun. ÁTVR var með vínbúð á Garðatorgi í Garðabæ í tæpan áratug en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það svæði hafa hentað illa. „Við vorum í mjög þröngu húsnæði þarna inn á Garðatorginu, sem var ekki prímastaður. Leigusamningurinn var að renna út á þessum tíma og við vorum þá nýbúin að fara í gengum mikinn samdrátt í samfélaginu. Það voru kannski stærstu þættirnir,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.Í tilkynningu á vef ÁTVR um lokunina árið 2010 kom fram að mikið af verslun hefði flust af svæðinu og að salan í vínbúðinni í Garðabæ hefði dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun, bæði á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu.Á vef Ríkiskaupa má finna útboðslýsingu á leiguhúsnæði fyrir vínbúð í Garðabæ. Þarf húsnæðið að vera um 350 til 400 fermetrar að stærð en það mun skiptast að 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að vera á skilgreindu verslunarsvæði, nærri stofnbraut eða tengibraut, liggja vel við almenningssamgöngum, umferð að og frá húsnæði sé greið, húsnæðið sé á jarðhæð og bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. Krafist er að minnsta kosti 25 til 35 bílastæða sem verða ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt henni. Er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Flutningabílar og lyftarar með vörur þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæðinu og þarf verslunarrýmið að vera sem næst rétthyrnt og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Þá þarf hljóðdempun í verslun að tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500 til 600 lux. Fresturinn til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember næstkomandi, klukkan 11.
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira