Ný Vínbúð í Garðabæ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 11:12 ÁTVR leitar að hentugu húsnæði undir Vínbúð í Garðabæ. Vísir/GVA Áfengis og tóbaksverslun ríkisins leitar nú að leiguhúsnæði í Garðabæ undir nýja vínbúð sem mun væntanlega opna á næsta ári. Garðbæingar hafa verið án vínbúðar í 6 ár, eða frá áramótum 2010, og því munu væntanlega einhverjir gleðjast yfir þessari ákvörðun. ÁTVR var með vínbúð á Garðatorgi í Garðabæ í tæpan áratug en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það svæði hafa hentað illa. „Við vorum í mjög þröngu húsnæði þarna inn á Garðatorginu, sem var ekki prímastaður. Leigusamningurinn var að renna út á þessum tíma og við vorum þá nýbúin að fara í gengum mikinn samdrátt í samfélaginu. Það voru kannski stærstu þættirnir,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.Í tilkynningu á vef ÁTVR um lokunina árið 2010 kom fram að mikið af verslun hefði flust af svæðinu og að salan í vínbúðinni í Garðabæ hefði dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun, bæði á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu.Á vef Ríkiskaupa má finna útboðslýsingu á leiguhúsnæði fyrir vínbúð í Garðabæ. Þarf húsnæðið að vera um 350 til 400 fermetrar að stærð en það mun skiptast að 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að vera á skilgreindu verslunarsvæði, nærri stofnbraut eða tengibraut, liggja vel við almenningssamgöngum, umferð að og frá húsnæði sé greið, húsnæðið sé á jarðhæð og bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. Krafist er að minnsta kosti 25 til 35 bílastæða sem verða ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt henni. Er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Flutningabílar og lyftarar með vörur þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæðinu og þarf verslunarrýmið að vera sem næst rétthyrnt og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Þá þarf hljóðdempun í verslun að tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500 til 600 lux. Fresturinn til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember næstkomandi, klukkan 11. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Áfengis og tóbaksverslun ríkisins leitar nú að leiguhúsnæði í Garðabæ undir nýja vínbúð sem mun væntanlega opna á næsta ári. Garðbæingar hafa verið án vínbúðar í 6 ár, eða frá áramótum 2010, og því munu væntanlega einhverjir gleðjast yfir þessari ákvörðun. ÁTVR var með vínbúð á Garðatorgi í Garðabæ í tæpan áratug en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það svæði hafa hentað illa. „Við vorum í mjög þröngu húsnæði þarna inn á Garðatorginu, sem var ekki prímastaður. Leigusamningurinn var að renna út á þessum tíma og við vorum þá nýbúin að fara í gengum mikinn samdrátt í samfélaginu. Það voru kannski stærstu þættirnir,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi.Í tilkynningu á vef ÁTVR um lokunina árið 2010 kom fram að mikið af verslun hefði flust af svæðinu og að salan í vínbúðinni í Garðabæ hefði dregist hægt og rólega aftur úr almennri þróun, bæði á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu.Á vef Ríkiskaupa má finna útboðslýsingu á leiguhúsnæði fyrir vínbúð í Garðabæ. Þarf húsnæðið að vera um 350 til 400 fermetrar að stærð en það mun skiptast að 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að vera á skilgreindu verslunarsvæði, nærri stofnbraut eða tengibraut, liggja vel við almenningssamgöngum, umferð að og frá húsnæði sé greið, húsnæðið sé á jarðhæð og bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. Krafist er að minnsta kosti 25 til 35 bílastæða sem verða ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt henni. Er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Flutningabílar og lyftarar með vörur þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæðinu og þarf verslunarrýmið að vera sem næst rétthyrnt og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Þá þarf hljóðdempun í verslun að tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500 til 600 lux. Fresturinn til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember næstkomandi, klukkan 11.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira