Landamæri glæpa þurrkast út Ásgeir Erlendsson skrifar 28. nóvember 2016 19:30 Ísland getur skipt jafn miklu máli og önnur lönd þegar kemur að alþjóðlegri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðarforstjóri Europol sem bendir á að með tilkomu flóknari netglæpa hafi landamæri horfið. Tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni segir menntun og tækniþáttinn hér heima vera akkilesarhæl þegar kemur að þessum nýju gerðum glæpa. Wil van Gemert, aðstoðarforstjóri Europol og Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni, héldu erindi á fundi lögreglu og tollgæslu á Grand hóteli í dag. Þar var farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á skipulagðri brotastarfsemi, netglæpum, sem og annars konar glæpum í evrópu og hvernig Ísland geti brugðist við þróuninni. „Þið verðið að sætta ykkur við að brotastarfsemi fer nú fram í auknum mæli óháð landamærum.Landfræðilegir tálmar skipta engu máli lengur.Það skiptir jafnvel ekki máli lengur þótt ríki sé eyland. Hraði breytinganna og umfang þeirra eykst frá degi til dags. Það eykur vandann en það eru möguleikar í stöðunni fyrir löggæsluaðila.“ Segir Gemert. Fjármála- og netbrot hafi aukist til muna og þróast hratt á síðustu árum.Karl Steinar segir að Ísland sé á mörgum sviðum vel undirbúið að takast á við brot sem þessi og á öðrum sé hægt að gera betur. „Menntunarþátturinn og tækniþátturinn er svolítill akkilesarhæll. Við höfum mjög hæfa menn á mjög mörgum sviðum en það er rými til að bæta okkur líka. “ Segir Karl Steinar. Hann segir að sá tími sé liðinn að íslenska lögreglan geti undirbúið sig undir þess konar afbrot sem fór að bera á fyrir nokkrum árum í öðrum löndum. „Nú megum við raunverulega búast við nákvæmlega sömu brotunum hjá okkur á sama tíma og jafnvel áður en þau birtast í Evrópu. “ Gemert segir að miklu máli skipti að Ísland undirbúi sig sem best og skiptir engu hvaða brotaflokk um ræðir. „Þið verðið að hafa viðbúnað í öllum brotaflokkum, hvort sem um er að ræða Netglæpi, skipulagða glæpi eða hryðjuverk.“ Segir Gemert. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ísland getur skipt jafn miklu máli og önnur lönd þegar kemur að alþjóðlegri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðarforstjóri Europol sem bendir á að með tilkomu flóknari netglæpa hafi landamæri horfið. Tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni segir menntun og tækniþáttinn hér heima vera akkilesarhæl þegar kemur að þessum nýju gerðum glæpa. Wil van Gemert, aðstoðarforstjóri Europol og Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni, héldu erindi á fundi lögreglu og tollgæslu á Grand hóteli í dag. Þar var farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á skipulagðri brotastarfsemi, netglæpum, sem og annars konar glæpum í evrópu og hvernig Ísland geti brugðist við þróuninni. „Þið verðið að sætta ykkur við að brotastarfsemi fer nú fram í auknum mæli óháð landamærum.Landfræðilegir tálmar skipta engu máli lengur.Það skiptir jafnvel ekki máli lengur þótt ríki sé eyland. Hraði breytinganna og umfang þeirra eykst frá degi til dags. Það eykur vandann en það eru möguleikar í stöðunni fyrir löggæsluaðila.“ Segir Gemert. Fjármála- og netbrot hafi aukist til muna og þróast hratt á síðustu árum.Karl Steinar segir að Ísland sé á mörgum sviðum vel undirbúið að takast á við brot sem þessi og á öðrum sé hægt að gera betur. „Menntunarþátturinn og tækniþátturinn er svolítill akkilesarhæll. Við höfum mjög hæfa menn á mjög mörgum sviðum en það er rými til að bæta okkur líka. “ Segir Karl Steinar. Hann segir að sá tími sé liðinn að íslenska lögreglan geti undirbúið sig undir þess konar afbrot sem fór að bera á fyrir nokkrum árum í öðrum löndum. „Nú megum við raunverulega búast við nákvæmlega sömu brotunum hjá okkur á sama tíma og jafnvel áður en þau birtast í Evrópu. “ Gemert segir að miklu máli skipti að Ísland undirbúi sig sem best og skiptir engu hvaða brotaflokk um ræðir. „Þið verðið að hafa viðbúnað í öllum brotaflokkum, hvort sem um er að ræða Netglæpi, skipulagða glæpi eða hryðjuverk.“ Segir Gemert.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira