Best fyrir jörðina ef við hættum að lifa Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 25. apríl 2016 07:00 Sigurður Eyberg reyndi að minnka vistspor sitt og lifa sjálfbæru lífi. Vísir/Anton Brink „Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
„Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira