Fiskikóngurinn segist engin afæta vera Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2016 10:29 Fiskikóngurinn er einlægur og opinskár hlær að því að vera kallaður afæta. visir/stefán „Einhver nefndi að ég væri „afæta“. Finnst það nú eiginlega bara fyndið orð og að einhver nefni mig afætu. Sá þekkir mig greinilega ekki mikið,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn. Reykjavík Media, í samstarfi við Fréttatímann, birti í gærkvöldi úttekt sem fjallar um þá sem finna má í Panamaskjölunum og starfa við fiskútflutning. Ein hliðarsaga í því, sem Vísir greindi frá, var um Fiskikónginn, sem átti einn slíkan aflandsreikning. Öfugt við flesta þá sem til umfjöllunar eru í úttektinni leysti Fiskikóngurinn greiðlega úr öllum spurningum rannsóknarblaðamannanna. Og sagðist löngu hættur að nota þennan reikning, hann metur það sem svo að hann hafi tapað 200 milljónum á hruninu. „Ég er bara fisksali,“ sagði Kristján og að reikninginn hafi hann stofnað samkvæmt ráðleggingum bankamanna. Fréttin sú vakti mikla athygli og hefur nokkur umræða spunnist á athugasemdakerfi Vísis. Þar er meðal annars lagt uppúr því þeim orðum Kristjáns þess efnis að reikningurinn sé þannig til kominn að hann vildi ekki greiða skatt í Danmörku, þar sem hann var þá búsettur, af greiðslu sem hann fékk fyrir sölu á fiskbúðinni Vör. Kristján sá þá fyrir sér að hann þyrfti aldrei að vinna ærlegt handtak það sem eftir væri. Einhver telur það sérkennilegt, að vilja búa í Danmörku en ekkert leggja til samfélagsins þar – og kallar Kristján afætu. Kristján Berg, sem telur sig ekki hafa neitt að fela og vill leggja öll spil á borðið, svarar viðkomandi á athugasemdakerfinu: „Hef aldrei fengið styrk, bætur, eða eitthvað frítt. Alltaf unnið hörðum höndum fyrir lífinu og geri enn. Finnst reyndar vinnan mín vera það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef ekkert að fela varðandi þetta félag sem ég stofnaði á sínum tíma, frá ráðleggingum fólks úr bankageiranum,“ segir Fiskikóngurinn opinskár. Og bætir við: „Ef það eru einhverjar fleiri spurningar, þá svara ég þeim öllum með glöðu geði.“ Og með fylgir broskall. Tengdar fréttir Fiskikóngurinn í Panamaskjölunum Fjöldi fólks í fiskútflutningi með aflandsreikninga. 20. október 2016 20:55 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Einhver nefndi að ég væri „afæta“. Finnst það nú eiginlega bara fyndið orð og að einhver nefni mig afætu. Sá þekkir mig greinilega ekki mikið,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn. Reykjavík Media, í samstarfi við Fréttatímann, birti í gærkvöldi úttekt sem fjallar um þá sem finna má í Panamaskjölunum og starfa við fiskútflutning. Ein hliðarsaga í því, sem Vísir greindi frá, var um Fiskikónginn, sem átti einn slíkan aflandsreikning. Öfugt við flesta þá sem til umfjöllunar eru í úttektinni leysti Fiskikóngurinn greiðlega úr öllum spurningum rannsóknarblaðamannanna. Og sagðist löngu hættur að nota þennan reikning, hann metur það sem svo að hann hafi tapað 200 milljónum á hruninu. „Ég er bara fisksali,“ sagði Kristján og að reikninginn hafi hann stofnað samkvæmt ráðleggingum bankamanna. Fréttin sú vakti mikla athygli og hefur nokkur umræða spunnist á athugasemdakerfi Vísis. Þar er meðal annars lagt uppúr því þeim orðum Kristjáns þess efnis að reikningurinn sé þannig til kominn að hann vildi ekki greiða skatt í Danmörku, þar sem hann var þá búsettur, af greiðslu sem hann fékk fyrir sölu á fiskbúðinni Vör. Kristján sá þá fyrir sér að hann þyrfti aldrei að vinna ærlegt handtak það sem eftir væri. Einhver telur það sérkennilegt, að vilja búa í Danmörku en ekkert leggja til samfélagsins þar – og kallar Kristján afætu. Kristján Berg, sem telur sig ekki hafa neitt að fela og vill leggja öll spil á borðið, svarar viðkomandi á athugasemdakerfinu: „Hef aldrei fengið styrk, bætur, eða eitthvað frítt. Alltaf unnið hörðum höndum fyrir lífinu og geri enn. Finnst reyndar vinnan mín vera það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef ekkert að fela varðandi þetta félag sem ég stofnaði á sínum tíma, frá ráðleggingum fólks úr bankageiranum,“ segir Fiskikóngurinn opinskár. Og bætir við: „Ef það eru einhverjar fleiri spurningar, þá svara ég þeim öllum með glöðu geði.“ Og með fylgir broskall.
Tengdar fréttir Fiskikóngurinn í Panamaskjölunum Fjöldi fólks í fiskútflutningi með aflandsreikninga. 20. október 2016 20:55 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Fiskikóngurinn í Panamaskjölunum Fjöldi fólks í fiskútflutningi með aflandsreikninga. 20. október 2016 20:55
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði