Dana White styður Donald Trump: Hann mun berjast fyrir Bandaríkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 23:30 Dana White vill sjá Donald Trump í Hvíta húsinu. vísir/getty Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær. Trump var formlega gerður að forsetaefni Repúblikana í gær en þessi mjög svo umdeildi maður stefnir að því að komast í Hvíta húsið. White er mikill stuðningsmaður Trumps og fór fögrum orðum um hann í gær. Hann sagði að Trump væri fær viðskiptamaður, harðduglegur en jafnframt góður og traustur vinur. „Við þurfum einhvern sem trúir á þessa þjóð og mun berjast fyrir þá,“ sagði, eða öskraði, White. „Ég hef verið í bardagabransanum allt mitt líf. Ég þekki bardagamenn. Dömur mínar og herrar, Donald Trump er baráttumaður og mun berjast fyrir þessa þjóð.“ Í ræðu Whites kom fram að Trump hafi stutt hann alla tíð og hvatt hann áfram. Þess má geta að fyrstu tvö bardagakvöld UFC eftir að White keypti það 2001 voru haldin í Trump Taj Mahal í Atlantic City í New Jersey.Fyrr í þessum mánuði var UFC selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum ESPN fær White 360 milljónir dala í sinn hlut eftir söluna en hann verður áfram forseti UFC.Brot úr ræðu Dana White má sjá hér að neðan.UFC Pres. Dana White: "Donald Trump is a fighter and I know he will fight for this country" https://t.co/DhDlglCvxa https://t.co/PwBQFtgGcm— CNN (@CNN) July 20, 2016 Donald Trump MMA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær. Trump var formlega gerður að forsetaefni Repúblikana í gær en þessi mjög svo umdeildi maður stefnir að því að komast í Hvíta húsið. White er mikill stuðningsmaður Trumps og fór fögrum orðum um hann í gær. Hann sagði að Trump væri fær viðskiptamaður, harðduglegur en jafnframt góður og traustur vinur. „Við þurfum einhvern sem trúir á þessa þjóð og mun berjast fyrir þá,“ sagði, eða öskraði, White. „Ég hef verið í bardagabransanum allt mitt líf. Ég þekki bardagamenn. Dömur mínar og herrar, Donald Trump er baráttumaður og mun berjast fyrir þessa þjóð.“ Í ræðu Whites kom fram að Trump hafi stutt hann alla tíð og hvatt hann áfram. Þess má geta að fyrstu tvö bardagakvöld UFC eftir að White keypti það 2001 voru haldin í Trump Taj Mahal í Atlantic City í New Jersey.Fyrr í þessum mánuði var UFC selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum ESPN fær White 360 milljónir dala í sinn hlut eftir söluna en hann verður áfram forseti UFC.Brot úr ræðu Dana White má sjá hér að neðan.UFC Pres. Dana White: "Donald Trump is a fighter and I know he will fight for this country" https://t.co/DhDlglCvxa https://t.co/PwBQFtgGcm— CNN (@CNN) July 20, 2016
Donald Trump MMA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira