Formaður SHÍ: Ekkert tapast á því að LÍN-frumvarpið fari í gegnum fyrstu umræðu á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2016 16:34 Kristófer segir SHÍ telja að það tapist ekkert á því að LÍN-frumvarpið fari í gegnum fyrstu umræðu núna. vísir „Samkvæmt lögum þurfum við þrjá daga til að boða til fundar. Næsti fundur er boðaður á laugardaginn og stjórnin tók einhuga þá ákvörðun að álykta því það væri ekki tími til að fara með þetta fyrir allt ráðið. Við ákváðum að við þurftum að bregðast við í þessu máli til að gæta hagsmuna stúdenta,“ segir Kristófer Már Maronsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands aðspurður um það hvers vegna stjórn SHÍ en ekki ráðið sjálft hafi ályktað um það að LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra skuli fara í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær hyggst stjórnarandstaðan stöðva frumvarpið þar sem hún vill meiri tíma til að kynna sér það. Þá hafa Samtök íslenskra námsmanna erlendis einnig mótmælt því með ályktun að frumvarpið fari í gegnum fyrstu umræðu og gangi þannig til nefnda. Kristófer segir SHÍ telja að það tapist ekkert á því að frumvarpið fari í gegnum fyrstu umræðu núna. Það gæti hins vegar tapast eitthvað á því ef það færi ekki í gegn fyrr en í haust og nefnir Kristófer að hann geri ráð fyrir því að nefndir Alþingis óski eftir umsögnum áður en þingið fari í frí en fjórir nefndardagar eru á þingi í næstu viku. Stúdentaráð geti þá nýtt tímann í sumar til að vinna og skila inn sinni umsögn.Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.„Ef ykkur líst vel á frumvarpið svona við fyrstu sýn þá endilega tjáið ykkur um það“ Blaðamaður nefnir að hann hafi heimildir fyrir því að aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, Jóhannes Stefánsson, hafi haft samband við fulltrúa stúdentahreyfinganna í landinu og hvatt þær til að fjalla um frumvarpið á jákvæðan hátt svo það gæti einmitt farið í fyrstu umræðu. Aðspurður hvort að hann telji eðlilegt að stjórnvöld skipti sér með þessum hætti af hagsmunabaráttu stúdenta segir Kristófer: „Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér. Hann hafði vissulega samband en hann sagði „Ef ykkur líst vel á frumvarpið svona við fyrstu sýn þá endilega tjáið ykkur um það.“ Hann hvatti okkur sem sagt til þess ef okkur líst vel á það. Við fögnuðum því að það væri komið fram og það væri margt sem liti vel út í því en það væri hins vegar ekki búið að greina það nógu vel til þess að við gætum tekið afstöðu,“ segir Kristófer og bætir við að aðstoðarmaður menntamálaráðherra hafi „verið ótrúlega vinveittur“ þegar kæmi að því að veita SHÍ upplýsingar um frumvarpið.Þarf að reikna út og greina áhrifin á stúdenta Háskóla Íslands Formaður Stúdentaráðs hefur fagnað því að frumvarpið sé komið fram og sagt að sér lítist vel á það við fyrstu sýn. En hefur hann ekkert við það að athuga? „Í umsögn sem Stúdentaráð skilaði til endurskoðunarnefndarinnar um LÍN vildum við að styrkirnir og lánin yrðu greidd út mánaðarlega en ekki eftir á eins og er lagt til. Þannig að það er eitthvað sem við gerum athugasemd við. Hins vegar þurfum við að fá tíma til að skoða frumvarpið enn betur og reikna út áhrifin. Mér finnst því mjög mikilvægt að það fari fram upplýst umræða um þetta á stúdentaráðsfundi þegar við erum búin að reikna út og greina áhrifin á stúdenta Háskóla Íslands sem eru mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Kristófer.En líst formanni SHÍ vel á frumvarpið? „Ég get einfaldlega ekki tjáð afstöðu Stúdentaráðs áður en hún liggur fyrir en við fyrstu sýn leist okkur vel á þetta. En hverjum líst ekki vel á þetta sem hagsmunaaðili fyrir hóp sem er ekki að fá neitt en líka fyrir hóp sem er að fá lítið í núverandi kerfi?“ segir Kristófer. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Stúdentar krefjast þess að LÍN-frumvarpið verði tekið á dagskrá Háskólanemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri vilja að Alþingi fjalli um LÍN-frumvarpið sem fyrst. 2. júní 2016 10:08 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Samkvæmt lögum þurfum við þrjá daga til að boða til fundar. Næsti fundur er boðaður á laugardaginn og stjórnin tók einhuga þá ákvörðun að álykta því það væri ekki tími til að fara með þetta fyrir allt ráðið. Við ákváðum að við þurftum að bregðast við í þessu máli til að gæta hagsmuna stúdenta,“ segir Kristófer Már Maronsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands aðspurður um það hvers vegna stjórn SHÍ en ekki ráðið sjálft hafi ályktað um það að LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra skuli fara í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær hyggst stjórnarandstaðan stöðva frumvarpið þar sem hún vill meiri tíma til að kynna sér það. Þá hafa Samtök íslenskra námsmanna erlendis einnig mótmælt því með ályktun að frumvarpið fari í gegnum fyrstu umræðu og gangi þannig til nefnda. Kristófer segir SHÍ telja að það tapist ekkert á því að frumvarpið fari í gegnum fyrstu umræðu núna. Það gæti hins vegar tapast eitthvað á því ef það færi ekki í gegn fyrr en í haust og nefnir Kristófer að hann geri ráð fyrir því að nefndir Alþingis óski eftir umsögnum áður en þingið fari í frí en fjórir nefndardagar eru á þingi í næstu viku. Stúdentaráð geti þá nýtt tímann í sumar til að vinna og skila inn sinni umsögn.Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.„Ef ykkur líst vel á frumvarpið svona við fyrstu sýn þá endilega tjáið ykkur um það“ Blaðamaður nefnir að hann hafi heimildir fyrir því að aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, Jóhannes Stefánsson, hafi haft samband við fulltrúa stúdentahreyfinganna í landinu og hvatt þær til að fjalla um frumvarpið á jákvæðan hátt svo það gæti einmitt farið í fyrstu umræðu. Aðspurður hvort að hann telji eðlilegt að stjórnvöld skipti sér með þessum hætti af hagsmunabaráttu stúdenta segir Kristófer: „Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér. Hann hafði vissulega samband en hann sagði „Ef ykkur líst vel á frumvarpið svona við fyrstu sýn þá endilega tjáið ykkur um það.“ Hann hvatti okkur sem sagt til þess ef okkur líst vel á það. Við fögnuðum því að það væri komið fram og það væri margt sem liti vel út í því en það væri hins vegar ekki búið að greina það nógu vel til þess að við gætum tekið afstöðu,“ segir Kristófer og bætir við að aðstoðarmaður menntamálaráðherra hafi „verið ótrúlega vinveittur“ þegar kæmi að því að veita SHÍ upplýsingar um frumvarpið.Þarf að reikna út og greina áhrifin á stúdenta Háskóla Íslands Formaður Stúdentaráðs hefur fagnað því að frumvarpið sé komið fram og sagt að sér lítist vel á það við fyrstu sýn. En hefur hann ekkert við það að athuga? „Í umsögn sem Stúdentaráð skilaði til endurskoðunarnefndarinnar um LÍN vildum við að styrkirnir og lánin yrðu greidd út mánaðarlega en ekki eftir á eins og er lagt til. Þannig að það er eitthvað sem við gerum athugasemd við. Hins vegar þurfum við að fá tíma til að skoða frumvarpið enn betur og reikna út áhrifin. Mér finnst því mjög mikilvægt að það fari fram upplýst umræða um þetta á stúdentaráðsfundi þegar við erum búin að reikna út og greina áhrifin á stúdenta Háskóla Íslands sem eru mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Kristófer.En líst formanni SHÍ vel á frumvarpið? „Ég get einfaldlega ekki tjáð afstöðu Stúdentaráðs áður en hún liggur fyrir en við fyrstu sýn leist okkur vel á þetta. En hverjum líst ekki vel á þetta sem hagsmunaaðili fyrir hóp sem er ekki að fá neitt en líka fyrir hóp sem er að fá lítið í núverandi kerfi?“ segir Kristófer.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Stúdentar krefjast þess að LÍN-frumvarpið verði tekið á dagskrá Háskólanemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri vilja að Alþingi fjalli um LÍN-frumvarpið sem fyrst. 2. júní 2016 10:08 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11
Stúdentar krefjast þess að LÍN-frumvarpið verði tekið á dagskrá Háskólanemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri vilja að Alþingi fjalli um LÍN-frumvarpið sem fyrst. 2. júní 2016 10:08
Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40