Segir ekki sannfærandi að tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líður illa hefur fjölgað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 16:59 Svandís Svavarsdóttir Vísir/Daníel Þrír þingmenn Vinstri grænna ræddu nýja skýrslu UNICEF um efnislegan skort barna á Íslandi undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að gera má ráð fyrir að 6100 börn hér á landi líði skort og þar af líði 1586 börn verulegan skort. Þá hefur hlutfall þeirra barna sem búa við skort aukist mjög. Árið 2009 liðu 4 prósent barna á Íslandi skort en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 9,1 prósent. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði niðurstöður skýrslunnar óásættanlegar. Þá sagði hún margar spurningar vakna við lestur skýrslunnar sem leita þyrfti svara við. Þannig væru börn ungra foreldra líklegri til að líða skort og kanna þyrfti hvers vegna það væri. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum því engin börn á Íslandi eiga að líða skort. Það eiga öll börn að hafa sömu tækifæri til lífs og þroska eins og stjórnarskrá og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveða á um,“ sagði Bjarkey meðal annars. Undir orð hennar tók Lilja Rafney Gunnarsdóttir og nefndi meðal annars börn atvinnulausra en þau eru, ásamt börnum sem eiga foreldra sem eru í minna en 50 prósent starfshlutfalli, líklegust til að líða skort. „Börn við þessar aðstæður, þau einangrast, þau geta ekki haft sama aðgengi að tómstundum, eru vannærð jafnvel og hafa lítinn stuðning félagslega. Skortur í æsku getur haft mikil áhrif til framtíðar fyrir þessi sömu börn. Þess vegna segi ég að við sem störfum hér á Alþingi, við getum haft mikil áhrif, hvernig skattastefnan er hverju sinni, sem snýr að jöfnuði, hvernig húsnæðisstefnan er hverju sinni [...]“ Svandís Svavarsdóttir gerði svo skýrsluna einnig að umtalsefni sínu en hún sagði fjölgunina í þeim fjölda barna sem nú búa við efnislegan skort á Íslandi gerast í samhengi við ákvarðanir og vilja stjórnvalda á hverjum tíma. „Meðal annars þær ákvarðanir að lækka barnabætur, að lækka vaxtabætur, að hækka matarskatt og að hækka ekki örorkubætur til jafns við aðra á vinnumarkaði. Allt þetta hefur áhrif á daglegt líf og kjör barna og allt þetta eykur skort í lífi íslenskra barna. Virðulegur forseti. Það er algjörlega óásættanlegt annað en að stjórnvöld skjóti nú á sérstökum fundi og að afurðin verði ekkert minni en það að þar verði lögð fram áætlun um útrýmingu fátæktar barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða það að börn líði skort. Það er ekki sannfærandi þegar hæstvirtur forsætisráðherra eða hæstvirtur fjármálaráðherra berja sér á brjóst í áramótaávörpum og í áramótaþáttum hér og tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líður illa hefur fjölgað svo um munar,“ sagði Svandís. Tengdar fréttir Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður Hins vegar hefur staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. 20. janúar 2016 11:59 Sláandi tölur í nýrri skýrslu UNICEF um hversu mörg börn líða skort á Íslandi Gera ráð fyrir að 6100 börn líði skort hér á landi og að af þeim líði 1586 börn verulegan skort. 20. janúar 2016 10:30 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna ræddu nýja skýrslu UNICEF um efnislegan skort barna á Íslandi undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að gera má ráð fyrir að 6100 börn hér á landi líði skort og þar af líði 1586 börn verulegan skort. Þá hefur hlutfall þeirra barna sem búa við skort aukist mjög. Árið 2009 liðu 4 prósent barna á Íslandi skort en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 9,1 prósent. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði niðurstöður skýrslunnar óásættanlegar. Þá sagði hún margar spurningar vakna við lestur skýrslunnar sem leita þyrfti svara við. Þannig væru börn ungra foreldra líklegri til að líða skort og kanna þyrfti hvers vegna það væri. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum því engin börn á Íslandi eiga að líða skort. Það eiga öll börn að hafa sömu tækifæri til lífs og þroska eins og stjórnarskrá og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveða á um,“ sagði Bjarkey meðal annars. Undir orð hennar tók Lilja Rafney Gunnarsdóttir og nefndi meðal annars börn atvinnulausra en þau eru, ásamt börnum sem eiga foreldra sem eru í minna en 50 prósent starfshlutfalli, líklegust til að líða skort. „Börn við þessar aðstæður, þau einangrast, þau geta ekki haft sama aðgengi að tómstundum, eru vannærð jafnvel og hafa lítinn stuðning félagslega. Skortur í æsku getur haft mikil áhrif til framtíðar fyrir þessi sömu börn. Þess vegna segi ég að við sem störfum hér á Alþingi, við getum haft mikil áhrif, hvernig skattastefnan er hverju sinni, sem snýr að jöfnuði, hvernig húsnæðisstefnan er hverju sinni [...]“ Svandís Svavarsdóttir gerði svo skýrsluna einnig að umtalsefni sínu en hún sagði fjölgunina í þeim fjölda barna sem nú búa við efnislegan skort á Íslandi gerast í samhengi við ákvarðanir og vilja stjórnvalda á hverjum tíma. „Meðal annars þær ákvarðanir að lækka barnabætur, að lækka vaxtabætur, að hækka matarskatt og að hækka ekki örorkubætur til jafns við aðra á vinnumarkaði. Allt þetta hefur áhrif á daglegt líf og kjör barna og allt þetta eykur skort í lífi íslenskra barna. Virðulegur forseti. Það er algjörlega óásættanlegt annað en að stjórnvöld skjóti nú á sérstökum fundi og að afurðin verði ekkert minni en það að þar verði lögð fram áætlun um útrýmingu fátæktar barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða það að börn líði skort. Það er ekki sannfærandi þegar hæstvirtur forsætisráðherra eða hæstvirtur fjármálaráðherra berja sér á brjóst í áramótaávörpum og í áramótaþáttum hér og tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líður illa hefur fjölgað svo um munar,“ sagði Svandís.
Tengdar fréttir Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður Hins vegar hefur staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. 20. janúar 2016 11:59 Sláandi tölur í nýrri skýrslu UNICEF um hversu mörg börn líða skort á Íslandi Gera ráð fyrir að 6100 börn líði skort hér á landi og að af þeim líði 1586 börn verulegan skort. 20. janúar 2016 10:30 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður Hins vegar hefur staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. 20. janúar 2016 11:59
Sláandi tölur í nýrri skýrslu UNICEF um hversu mörg börn líða skort á Íslandi Gera ráð fyrir að 6100 börn líði skort hér á landi og að af þeim líði 1586 börn verulegan skort. 20. janúar 2016 10:30