Víkurmálið sent aftur til lögreglu frá héraðssaksóknara Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 Víkurmálið er komið aftur á borð lögreglunnar á Suðurlandi. ?Fréttablaðið/Þórhildur Nokkur atriði í rannsókn á meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal er varða fjármunabrot þarf að kanna betur að mati héraðssaksóknara. Málið var því sent aftur til lögreglunnar á Suðurlandi. Mansalsmálið kom upp um miðjan febrúar þegar lögregla fann tvær konur frá Srí Lanka í kjallara húss í Vík í Mýrdal. Í kjölfarið var maður grunaður um að hafa haldið konum í vinnuþrælkun. Maðurinn er eigandi fyrirtækisins Vonta International og sætir farbanni í dag. Fréttablaðið greindi frá málinu í vor og því að maðurinn sem er grunaður um mansal hefði fengið fólk til landsins frá Srí Lanka til að vinna fyrir sig. Maður frá Srí Lanka sem Fréttablaðið ræddi við greindi til að mynda frá því að honum hefði verið boðin vinna hjá fyrirtækinu gegn greiðslu. Maðurinn átti að greiða tæpa milljón íslenskra króna fyrir starfið. Aðeins einn ársreikningur er til um rekstur Vonta International. Hann er frá rekstrarárinu 2014. Þá tapaði félagið 395.591 krónu. Laun og launatengd gjöld námu 2.562.147 krónum og annar rekstrarkostnaður nam 938.337 krónum. Kostnaður vegna seldra vara nam 1.014.564 krónum.Hildur Dungal lögfræðingur í Innanríkisráðuneytinu„Það voru atriði í rannsókninni sem þarf að skoða betur, þau snúa að meintum fjármunabrotum,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Framhaldsrannsóknin er í algjörum forgangi hjá okkur núna, héraðssaksóknara vantar frekari gögn sem snúa beint að þessum hlutum, við ætlum að treysta undirstöðurnar er viðkemur þessum meintu brotum,“ segir hann. Þorgrímur Óli segir lögregluna bíða úrvinnslu gagna frá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf svo að bera ýmis atriði undir vitni, við trúum að þetta muni ganga ágætlega og muni ekki taka langan tíma,“ segir hann um framvinduna áður en málið verður sent aftur til ákæruvaldsins. Rannsóknin þótti ganga vel að öðru leyti. Hildur Dungal, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, sem fer fyrir þverfaglegum stýrihópi gegn mansali hefur sagt að lögregla þurfi að rannsaka mansalsmál á breiðari grundvelli. „Lögregla og ákæruvald getur ekki eingöngu byggt á framburði þolenda. Það þarf að leita leiða til að rannsaka málin á breiðari grundvelli. Þá eru meiri líkur á sakfellingu,“ sagði Hildur aðspurð um áskoranir í málaflokknum með tilliti til íslenskra hegningarlaga. Tengdar fréttir Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis. 18. mars 2016 07:00 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Hinn grunaði í mansalsmálinu hefur einnig verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konu sinni. 21. mars 2016 14:13 Mansal í Vík: Í farbanni næstu tvo mánuði Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal í áframhaldandi farbann til 25. maí. 1. apríl 2016 15:12 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Nokkur atriði í rannsókn á meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal er varða fjármunabrot þarf að kanna betur að mati héraðssaksóknara. Málið var því sent aftur til lögreglunnar á Suðurlandi. Mansalsmálið kom upp um miðjan febrúar þegar lögregla fann tvær konur frá Srí Lanka í kjallara húss í Vík í Mýrdal. Í kjölfarið var maður grunaður um að hafa haldið konum í vinnuþrælkun. Maðurinn er eigandi fyrirtækisins Vonta International og sætir farbanni í dag. Fréttablaðið greindi frá málinu í vor og því að maðurinn sem er grunaður um mansal hefði fengið fólk til landsins frá Srí Lanka til að vinna fyrir sig. Maður frá Srí Lanka sem Fréttablaðið ræddi við greindi til að mynda frá því að honum hefði verið boðin vinna hjá fyrirtækinu gegn greiðslu. Maðurinn átti að greiða tæpa milljón íslenskra króna fyrir starfið. Aðeins einn ársreikningur er til um rekstur Vonta International. Hann er frá rekstrarárinu 2014. Þá tapaði félagið 395.591 krónu. Laun og launatengd gjöld námu 2.562.147 krónum og annar rekstrarkostnaður nam 938.337 krónum. Kostnaður vegna seldra vara nam 1.014.564 krónum.Hildur Dungal lögfræðingur í Innanríkisráðuneytinu„Það voru atriði í rannsókninni sem þarf að skoða betur, þau snúa að meintum fjármunabrotum,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Framhaldsrannsóknin er í algjörum forgangi hjá okkur núna, héraðssaksóknara vantar frekari gögn sem snúa beint að þessum hlutum, við ætlum að treysta undirstöðurnar er viðkemur þessum meintu brotum,“ segir hann. Þorgrímur Óli segir lögregluna bíða úrvinnslu gagna frá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf svo að bera ýmis atriði undir vitni, við trúum að þetta muni ganga ágætlega og muni ekki taka langan tíma,“ segir hann um framvinduna áður en málið verður sent aftur til ákæruvaldsins. Rannsóknin þótti ganga vel að öðru leyti. Hildur Dungal, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, sem fer fyrir þverfaglegum stýrihópi gegn mansali hefur sagt að lögregla þurfi að rannsaka mansalsmál á breiðari grundvelli. „Lögregla og ákæruvald getur ekki eingöngu byggt á framburði þolenda. Það þarf að leita leiða til að rannsaka málin á breiðari grundvelli. Þá eru meiri líkur á sakfellingu,“ sagði Hildur aðspurð um áskoranir í málaflokknum með tilliti til íslenskra hegningarlaga.
Tengdar fréttir Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis. 18. mars 2016 07:00 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Hinn grunaði í mansalsmálinu hefur einnig verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konu sinni. 21. mars 2016 14:13 Mansal í Vík: Í farbanni næstu tvo mánuði Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal í áframhaldandi farbann til 25. maí. 1. apríl 2016 15:12 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis. 18. mars 2016 07:00
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Hinn grunaði í mansalsmálinu hefur einnig verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konu sinni. 21. mars 2016 14:13
Mansal í Vík: Í farbanni næstu tvo mánuði Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal í áframhaldandi farbann til 25. maí. 1. apríl 2016 15:12
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent