Ekki góð vinnubrögð að skuldbinda Ísland án umræðu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 20:00 Katrín Jakobsdóttir formaður VG og þingmaður í Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun." Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun."
Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56
Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49