Ekki góð vinnubrögð að skuldbinda Ísland án umræðu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 20:00 Katrín Jakobsdóttir formaður VG og þingmaður í Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun." Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun."
Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56
Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49