Alvarlegt umferðarslys varð um klukkan fimm í Reykjanesbæ nú síðdegis. Tveir bílar rákust saman á Njarðarbraut en tveir farþegar voru í öðrum bílnum en bílstjóri hins bílsins var einn á ferð.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er einn alvarlega slasaður en allt tiltækt lið viðbragðsaðila ásamt tækjabíl var kallað út vegna slyssins.
Alvarlegt umferðarslys í Reykjanesbæ
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
