Samfélagsmiðlar segja öðrum hvar þú ert Snærós Sindradóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Ef þessi kona er að birta sjálfu á Instagram getur forritið Cree.py sagt öðrum nákvæmlega hvar hún er. NordicPhotos/Getty Almenningur hefur aðgang að forritum og öppum sem gerir honum kleift að fylgjast með nákvæmri staðsetningu annarra í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum er ferlið flókið en í öðrum er einfalt að komast að því hvar annað fólk er með mjög nákvæmum hætti. Samfélagsmiðillinn Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum og tvíkynhneigðum körlum, hefur þann eiginleika að sýna notandanum álitlega karlmenn innan nokkurra kílómetra radíuss. Með forritinu Fuckr er hins vegar hægt að kalla fram hárnákvæma staðsetningu notenda Grindr þannig að þú vitir að sá sem þú spjallar við sé í tilteknu húsi við einhverja ákveðna götu. Annað dæmi er forritið Cree.py sem safnar saman upplýsingum sem samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Instagram safna um notendur. Með þeim hætti er hægt að fylgjast með hvar einhver annar var eða er staddur þegar hann notar Twitter eða setur mynd á Instagram.Smári McCarthy „Það eru samfélagsmiðlarnir sem eru að njósna um þig. Önnur forrit nýta sér það með því að spyrja samfélagsmiðlana spurninga sem samfélagsmiðlarnir vilja ekki að almenningur viti að hægt sé að spyrja,“ segir Smári McCarthy, tæknistjóri hjá Organized Crime and Corruption Reporting Project. „Twitter-mobile appið og Facebook-mobile appið senda alls konar upplýsingar með þegar þú skrifar athugasemd eða breytir stöðunni þinni. Það hvaða upplýsingar eru sendar út fer eftir stillingunum þínum en þær innihalda að jafnaði lýsigögn eins og hvað klukkan er, í hvaða tímabelti þú ert, hvar nákvæmlega þú ert staddur og margt fleira. Á meðan samfélagsmiðlarnir safna gögnum mun alltaf einhver geta skoðað þau.“ Smári segir að notendur geti varið sig lítillega með því að breyta stillingum sínum á þá leið að forritið fái ekki að skrá staðsetningu þeirra. Hann segir þó að í sannleika sagt sé það að mestu leyti tilgangslaust, alltaf sé hægt að fara í kringum það. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Almenningur hefur aðgang að forritum og öppum sem gerir honum kleift að fylgjast með nákvæmri staðsetningu annarra í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum er ferlið flókið en í öðrum er einfalt að komast að því hvar annað fólk er með mjög nákvæmum hætti. Samfélagsmiðillinn Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum og tvíkynhneigðum körlum, hefur þann eiginleika að sýna notandanum álitlega karlmenn innan nokkurra kílómetra radíuss. Með forritinu Fuckr er hins vegar hægt að kalla fram hárnákvæma staðsetningu notenda Grindr þannig að þú vitir að sá sem þú spjallar við sé í tilteknu húsi við einhverja ákveðna götu. Annað dæmi er forritið Cree.py sem safnar saman upplýsingum sem samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Instagram safna um notendur. Með þeim hætti er hægt að fylgjast með hvar einhver annar var eða er staddur þegar hann notar Twitter eða setur mynd á Instagram.Smári McCarthy „Það eru samfélagsmiðlarnir sem eru að njósna um þig. Önnur forrit nýta sér það með því að spyrja samfélagsmiðlana spurninga sem samfélagsmiðlarnir vilja ekki að almenningur viti að hægt sé að spyrja,“ segir Smári McCarthy, tæknistjóri hjá Organized Crime and Corruption Reporting Project. „Twitter-mobile appið og Facebook-mobile appið senda alls konar upplýsingar með þegar þú skrifar athugasemd eða breytir stöðunni þinni. Það hvaða upplýsingar eru sendar út fer eftir stillingunum þínum en þær innihalda að jafnaði lýsigögn eins og hvað klukkan er, í hvaða tímabelti þú ert, hvar nákvæmlega þú ert staddur og margt fleira. Á meðan samfélagsmiðlarnir safna gögnum mun alltaf einhver geta skoðað þau.“ Smári segir að notendur geti varið sig lítillega með því að breyta stillingum sínum á þá leið að forritið fái ekki að skrá staðsetningu þeirra. Hann segir þó að í sannleika sagt sé það að mestu leyti tilgangslaust, alltaf sé hægt að fara í kringum það.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira