Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2016 13:41 Formaður atvinnuveganefndar segir littla uppbyggingu í orkuöflun og dreifikerfi raforku á undanförnum áratug standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Alþingi þurfi að taka málefnalega umræðu um þessa stöðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fer fyrir sérumræðu á Alþingi í dag um stöðu orkuframleiðslu í landinu og verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til svara. Jón segir stöðuna mjög alvarlega þegar komi að orkuöflun og orkudreifingu í landinu. „Þetta stendur atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Sveitarfélög sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að möguleikum á aukningu á fjölbreyttari atvinnustarfsemi,“ segir Jón. Fulltrúar sveitarfélaganna og þeirra sem til þekki segi tækifærin vera til staðar. Það sé áhugi hjá erlendum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi að koma til landsins en ekki sé hægt að gefa þeim svör varðandi raforkuna. „Við sjáum að stór verkefni eins og sólarkísilverksmiðja upp á Grundartanga eru jafnvel að fara til annarra landa af því að við höfum ekki getað uppfyllt að gera við þá orkusamninga. Þannig að þetta er farið að valda þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni og ég held að það sé tímabært að við tökum málefnalega umræðu um það,“ segir Jón. Þá sé ekki bara verið að tala um orkuframleiðsluna heldur einnig dreifikerfið þar sem lítil sem engin uppbygging hafi átt sér stað undanfarin áratug. Þetta skekki mjög stöðu landshlutanna og geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar. „Í dag er það þannig að það er ekki hægt að byggja upp orkutengda starfsemi, og þá erum við ekki að tala um neina stóryðju, við erum að tala um verkefni sem kannski þurfa þetta frá fimm upp í nokkra tugi megavatta; en það er ekki hægt að byggja upp slíka starfsemi á landinu nema á suðvesturhorninu og norðausturhorninu. Önnur svæði á landinu eru bara útundan þegar kemur að þessum þáttum,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Í ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki gegna sama byggðhlutverkinu og núþegar horft sé tíu til fimmtán ár fram í tímann, sé ljóst hvert stefni verði ekki ráðin bragarbót á. Innbyrðis deilur hafi staðiðþessum málum fyrir þrifum á undanförnum áratug. „Það er stórkostlegt tjón sem hlýst af því fyrir samfélagið um land allt,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir littla uppbyggingu í orkuöflun og dreifikerfi raforku á undanförnum áratug standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Alþingi þurfi að taka málefnalega umræðu um þessa stöðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fer fyrir sérumræðu á Alþingi í dag um stöðu orkuframleiðslu í landinu og verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til svara. Jón segir stöðuna mjög alvarlega þegar komi að orkuöflun og orkudreifingu í landinu. „Þetta stendur atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Sveitarfélög sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að möguleikum á aukningu á fjölbreyttari atvinnustarfsemi,“ segir Jón. Fulltrúar sveitarfélaganna og þeirra sem til þekki segi tækifærin vera til staðar. Það sé áhugi hjá erlendum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi að koma til landsins en ekki sé hægt að gefa þeim svör varðandi raforkuna. „Við sjáum að stór verkefni eins og sólarkísilverksmiðja upp á Grundartanga eru jafnvel að fara til annarra landa af því að við höfum ekki getað uppfyllt að gera við þá orkusamninga. Þannig að þetta er farið að valda þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni og ég held að það sé tímabært að við tökum málefnalega umræðu um það,“ segir Jón. Þá sé ekki bara verið að tala um orkuframleiðsluna heldur einnig dreifikerfið þar sem lítil sem engin uppbygging hafi átt sér stað undanfarin áratug. Þetta skekki mjög stöðu landshlutanna og geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar. „Í dag er það þannig að það er ekki hægt að byggja upp orkutengda starfsemi, og þá erum við ekki að tala um neina stóryðju, við erum að tala um verkefni sem kannski þurfa þetta frá fimm upp í nokkra tugi megavatta; en það er ekki hægt að byggja upp slíka starfsemi á landinu nema á suðvesturhorninu og norðausturhorninu. Önnur svæði á landinu eru bara útundan þegar kemur að þessum þáttum,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Í ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki gegna sama byggðhlutverkinu og núþegar horft sé tíu til fimmtán ár fram í tímann, sé ljóst hvert stefni verði ekki ráðin bragarbót á. Innbyrðis deilur hafi staðiðþessum málum fyrir þrifum á undanförnum áratug. „Það er stórkostlegt tjón sem hlýst af því fyrir samfélagið um land allt,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira