Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2016 13:41 Formaður atvinnuveganefndar segir littla uppbyggingu í orkuöflun og dreifikerfi raforku á undanförnum áratug standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Alþingi þurfi að taka málefnalega umræðu um þessa stöðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fer fyrir sérumræðu á Alþingi í dag um stöðu orkuframleiðslu í landinu og verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til svara. Jón segir stöðuna mjög alvarlega þegar komi að orkuöflun og orkudreifingu í landinu. „Þetta stendur atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Sveitarfélög sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að möguleikum á aukningu á fjölbreyttari atvinnustarfsemi,“ segir Jón. Fulltrúar sveitarfélaganna og þeirra sem til þekki segi tækifærin vera til staðar. Það sé áhugi hjá erlendum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi að koma til landsins en ekki sé hægt að gefa þeim svör varðandi raforkuna. „Við sjáum að stór verkefni eins og sólarkísilverksmiðja upp á Grundartanga eru jafnvel að fara til annarra landa af því að við höfum ekki getað uppfyllt að gera við þá orkusamninga. Þannig að þetta er farið að valda þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni og ég held að það sé tímabært að við tökum málefnalega umræðu um það,“ segir Jón. Þá sé ekki bara verið að tala um orkuframleiðsluna heldur einnig dreifikerfið þar sem lítil sem engin uppbygging hafi átt sér stað undanfarin áratug. Þetta skekki mjög stöðu landshlutanna og geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar. „Í dag er það þannig að það er ekki hægt að byggja upp orkutengda starfsemi, og þá erum við ekki að tala um neina stóryðju, við erum að tala um verkefni sem kannski þurfa þetta frá fimm upp í nokkra tugi megavatta; en það er ekki hægt að byggja upp slíka starfsemi á landinu nema á suðvesturhorninu og norðausturhorninu. Önnur svæði á landinu eru bara útundan þegar kemur að þessum þáttum,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Í ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki gegna sama byggðhlutverkinu og núþegar horft sé tíu til fimmtán ár fram í tímann, sé ljóst hvert stefni verði ekki ráðin bragarbót á. Innbyrðis deilur hafi staðiðþessum málum fyrir þrifum á undanförnum áratug. „Það er stórkostlegt tjón sem hlýst af því fyrir samfélagið um land allt,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir littla uppbyggingu í orkuöflun og dreifikerfi raforku á undanförnum áratug standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Alþingi þurfi að taka málefnalega umræðu um þessa stöðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fer fyrir sérumræðu á Alþingi í dag um stöðu orkuframleiðslu í landinu og verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til svara. Jón segir stöðuna mjög alvarlega þegar komi að orkuöflun og orkudreifingu í landinu. „Þetta stendur atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Sveitarfélög sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að möguleikum á aukningu á fjölbreyttari atvinnustarfsemi,“ segir Jón. Fulltrúar sveitarfélaganna og þeirra sem til þekki segi tækifærin vera til staðar. Það sé áhugi hjá erlendum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi að koma til landsins en ekki sé hægt að gefa þeim svör varðandi raforkuna. „Við sjáum að stór verkefni eins og sólarkísilverksmiðja upp á Grundartanga eru jafnvel að fara til annarra landa af því að við höfum ekki getað uppfyllt að gera við þá orkusamninga. Þannig að þetta er farið að valda þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni og ég held að það sé tímabært að við tökum málefnalega umræðu um það,“ segir Jón. Þá sé ekki bara verið að tala um orkuframleiðsluna heldur einnig dreifikerfið þar sem lítil sem engin uppbygging hafi átt sér stað undanfarin áratug. Þetta skekki mjög stöðu landshlutanna og geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar. „Í dag er það þannig að það er ekki hægt að byggja upp orkutengda starfsemi, og þá erum við ekki að tala um neina stóryðju, við erum að tala um verkefni sem kannski þurfa þetta frá fimm upp í nokkra tugi megavatta; en það er ekki hægt að byggja upp slíka starfsemi á landinu nema á suðvesturhorninu og norðausturhorninu. Önnur svæði á landinu eru bara útundan þegar kemur að þessum þáttum,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Í ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki gegna sama byggðhlutverkinu og núþegar horft sé tíu til fimmtán ár fram í tímann, sé ljóst hvert stefni verði ekki ráðin bragarbót á. Innbyrðis deilur hafi staðiðþessum málum fyrir þrifum á undanförnum áratug. „Það er stórkostlegt tjón sem hlýst af því fyrir samfélagið um land allt,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira