Tyson hraunar yfir Mayweather: Hann er lítill maður og veruleikafirrtur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 23:15 Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sjá meira
Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sjá meira