Konur fá skjól um jól í kotinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Mikið af gjöfum hefur borist til heimilislausra kvenna í Konukoti. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra í kotinu, segir þær helst vanta aðstoð við að komast á milli staða. vísir/pjetur „Hér verða 6 til 10 konur um jólin,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots. Konukot er athvarf Rauða krossins í Reykjavík fyrir heimilislausar konur og verða tólftu jólin haldin þar í ár. „Á aðfangadag og jóladag er opið allan sólarhringinn, gestirnir geta þá verið inni allan daginn. Á aðfangadagskvöld erum við með hátíðarkvöldverð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Gestirnir okkar fá veglegar gjafir, þær eru frá einstaklingum og hópum sem hafa styrkt okkur. Á jóladag reynum við að hafa það huggulegt og bjóðum upp á smákökur, nammi og fleira. Þá er líka opið hér allan sólarhringinn á gamlárskvöld og nýársdag. Þá borðum við góðan mat, horfum saman á skaupið og flugeldana.“ Fjölmargir sjálfboðaliðar leggja Konukoti lið með ýmsum hætti. Þannig hafa konurnar í Konukoti fengið árlega jólaklippingu og er veislumáltíðin um jólin elduð af matreiðslumanni.Fleiri úrræði eru til handa heimilislausum körlum en konum.vísir/pjetur„Hér koma sjálfboðaliðar allt árið í kring, jólaklippingin er búin í ár. Mikið hefur verið leitað til okkar og eru margir sem hafa gefið gjafir fyrir jólin og erum við erum afar þakklát fyrir það.“ En skyldi þær vanhaga um eitthvað? „Sumar af gestunum eru með bága heilsu og eiga því erfiðara með að vera fótgangandi. Við reynum því að aðstoða þær með strætómiðum, svo þær komist á öruggan hátt á milli staða, þetta er það helst sem okkur vantar núna. Annars mæli ég með því að þeir sem vilja styðja við Konukot hafi samband við mig,“ segir Svala. Mikill fjöldi kvenna hefur leitað í Konukot í ár. Svala segir flestar þeirra staldra ekki lengi við í einu. „Við aðstoðum þær við að komast á annan stað í lífinu og oft tekst það. Við aðstoðum þær við að sækja um félagslegt húsnæði, sækja sér heilbrigðisþjónustu, komast í meðferð og ýmislegt fleira. Á þessu ári hafa 80 heimilislausar konur leitað til okkar. Þær koma til að hvíla sig og leita í öruggt rými. Hér geta þær þvegið fötin sín, farið í sturtu og fengið að borða en við erum með heitan kvöldmat og morgunmat.“ Konukot er með þjónustusamning við velferðarsvið Reykjavíkurborgar út árið 2016. Svala segir að samningurinn nái ekki utan um rekstur athvarfsins, og því reiða þau sig á styrki frá fyrirtækjum og almenningi. Hún segir færri úrræði til handa heimilislausum konum. „Það er ekkert búsetuúrræði fyrir konur með fíknivanda og geðrænan vanda og heldur ekkert búsetuúrræði fyrir konur í virkri vímuefnanotkun með sólarhringsaðstoð, en bæði þessi úrræði eru til fyrir karlmenn. Það eru konur hjá okkur í Konukoti vegna úrræðaleysis í kerfinu.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Hér verða 6 til 10 konur um jólin,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots. Konukot er athvarf Rauða krossins í Reykjavík fyrir heimilislausar konur og verða tólftu jólin haldin þar í ár. „Á aðfangadag og jóladag er opið allan sólarhringinn, gestirnir geta þá verið inni allan daginn. Á aðfangadagskvöld erum við með hátíðarkvöldverð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Gestirnir okkar fá veglegar gjafir, þær eru frá einstaklingum og hópum sem hafa styrkt okkur. Á jóladag reynum við að hafa það huggulegt og bjóðum upp á smákökur, nammi og fleira. Þá er líka opið hér allan sólarhringinn á gamlárskvöld og nýársdag. Þá borðum við góðan mat, horfum saman á skaupið og flugeldana.“ Fjölmargir sjálfboðaliðar leggja Konukoti lið með ýmsum hætti. Þannig hafa konurnar í Konukoti fengið árlega jólaklippingu og er veislumáltíðin um jólin elduð af matreiðslumanni.Fleiri úrræði eru til handa heimilislausum körlum en konum.vísir/pjetur„Hér koma sjálfboðaliðar allt árið í kring, jólaklippingin er búin í ár. Mikið hefur verið leitað til okkar og eru margir sem hafa gefið gjafir fyrir jólin og erum við erum afar þakklát fyrir það.“ En skyldi þær vanhaga um eitthvað? „Sumar af gestunum eru með bága heilsu og eiga því erfiðara með að vera fótgangandi. Við reynum því að aðstoða þær með strætómiðum, svo þær komist á öruggan hátt á milli staða, þetta er það helst sem okkur vantar núna. Annars mæli ég með því að þeir sem vilja styðja við Konukot hafi samband við mig,“ segir Svala. Mikill fjöldi kvenna hefur leitað í Konukot í ár. Svala segir flestar þeirra staldra ekki lengi við í einu. „Við aðstoðum þær við að komast á annan stað í lífinu og oft tekst það. Við aðstoðum þær við að sækja um félagslegt húsnæði, sækja sér heilbrigðisþjónustu, komast í meðferð og ýmislegt fleira. Á þessu ári hafa 80 heimilislausar konur leitað til okkar. Þær koma til að hvíla sig og leita í öruggt rými. Hér geta þær þvegið fötin sín, farið í sturtu og fengið að borða en við erum með heitan kvöldmat og morgunmat.“ Konukot er með þjónustusamning við velferðarsvið Reykjavíkurborgar út árið 2016. Svala segir að samningurinn nái ekki utan um rekstur athvarfsins, og því reiða þau sig á styrki frá fyrirtækjum og almenningi. Hún segir færri úrræði til handa heimilislausum konum. „Það er ekkert búsetuúrræði fyrir konur með fíknivanda og geðrænan vanda og heldur ekkert búsetuúrræði fyrir konur í virkri vímuefnanotkun með sólarhringsaðstoð, en bæði þessi úrræði eru til fyrir karlmenn. Það eru konur hjá okkur í Konukoti vegna úrræðaleysis í kerfinu.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira