Konur fá skjól um jól í kotinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Mikið af gjöfum hefur borist til heimilislausra kvenna í Konukoti. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra í kotinu, segir þær helst vanta aðstoð við að komast á milli staða. vísir/pjetur „Hér verða 6 til 10 konur um jólin,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots. Konukot er athvarf Rauða krossins í Reykjavík fyrir heimilislausar konur og verða tólftu jólin haldin þar í ár. „Á aðfangadag og jóladag er opið allan sólarhringinn, gestirnir geta þá verið inni allan daginn. Á aðfangadagskvöld erum við með hátíðarkvöldverð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Gestirnir okkar fá veglegar gjafir, þær eru frá einstaklingum og hópum sem hafa styrkt okkur. Á jóladag reynum við að hafa það huggulegt og bjóðum upp á smákökur, nammi og fleira. Þá er líka opið hér allan sólarhringinn á gamlárskvöld og nýársdag. Þá borðum við góðan mat, horfum saman á skaupið og flugeldana.“ Fjölmargir sjálfboðaliðar leggja Konukoti lið með ýmsum hætti. Þannig hafa konurnar í Konukoti fengið árlega jólaklippingu og er veislumáltíðin um jólin elduð af matreiðslumanni.Fleiri úrræði eru til handa heimilislausum körlum en konum.vísir/pjetur„Hér koma sjálfboðaliðar allt árið í kring, jólaklippingin er búin í ár. Mikið hefur verið leitað til okkar og eru margir sem hafa gefið gjafir fyrir jólin og erum við erum afar þakklát fyrir það.“ En skyldi þær vanhaga um eitthvað? „Sumar af gestunum eru með bága heilsu og eiga því erfiðara með að vera fótgangandi. Við reynum því að aðstoða þær með strætómiðum, svo þær komist á öruggan hátt á milli staða, þetta er það helst sem okkur vantar núna. Annars mæli ég með því að þeir sem vilja styðja við Konukot hafi samband við mig,“ segir Svala. Mikill fjöldi kvenna hefur leitað í Konukot í ár. Svala segir flestar þeirra staldra ekki lengi við í einu. „Við aðstoðum þær við að komast á annan stað í lífinu og oft tekst það. Við aðstoðum þær við að sækja um félagslegt húsnæði, sækja sér heilbrigðisþjónustu, komast í meðferð og ýmislegt fleira. Á þessu ári hafa 80 heimilislausar konur leitað til okkar. Þær koma til að hvíla sig og leita í öruggt rými. Hér geta þær þvegið fötin sín, farið í sturtu og fengið að borða en við erum með heitan kvöldmat og morgunmat.“ Konukot er með þjónustusamning við velferðarsvið Reykjavíkurborgar út árið 2016. Svala segir að samningurinn nái ekki utan um rekstur athvarfsins, og því reiða þau sig á styrki frá fyrirtækjum og almenningi. Hún segir færri úrræði til handa heimilislausum konum. „Það er ekkert búsetuúrræði fyrir konur með fíknivanda og geðrænan vanda og heldur ekkert búsetuúrræði fyrir konur í virkri vímuefnanotkun með sólarhringsaðstoð, en bæði þessi úrræði eru til fyrir karlmenn. Það eru konur hjá okkur í Konukoti vegna úrræðaleysis í kerfinu.“ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Hér verða 6 til 10 konur um jólin,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots. Konukot er athvarf Rauða krossins í Reykjavík fyrir heimilislausar konur og verða tólftu jólin haldin þar í ár. „Á aðfangadag og jóladag er opið allan sólarhringinn, gestirnir geta þá verið inni allan daginn. Á aðfangadagskvöld erum við með hátíðarkvöldverð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Gestirnir okkar fá veglegar gjafir, þær eru frá einstaklingum og hópum sem hafa styrkt okkur. Á jóladag reynum við að hafa það huggulegt og bjóðum upp á smákökur, nammi og fleira. Þá er líka opið hér allan sólarhringinn á gamlárskvöld og nýársdag. Þá borðum við góðan mat, horfum saman á skaupið og flugeldana.“ Fjölmargir sjálfboðaliðar leggja Konukoti lið með ýmsum hætti. Þannig hafa konurnar í Konukoti fengið árlega jólaklippingu og er veislumáltíðin um jólin elduð af matreiðslumanni.Fleiri úrræði eru til handa heimilislausum körlum en konum.vísir/pjetur„Hér koma sjálfboðaliðar allt árið í kring, jólaklippingin er búin í ár. Mikið hefur verið leitað til okkar og eru margir sem hafa gefið gjafir fyrir jólin og erum við erum afar þakklát fyrir það.“ En skyldi þær vanhaga um eitthvað? „Sumar af gestunum eru með bága heilsu og eiga því erfiðara með að vera fótgangandi. Við reynum því að aðstoða þær með strætómiðum, svo þær komist á öruggan hátt á milli staða, þetta er það helst sem okkur vantar núna. Annars mæli ég með því að þeir sem vilja styðja við Konukot hafi samband við mig,“ segir Svala. Mikill fjöldi kvenna hefur leitað í Konukot í ár. Svala segir flestar þeirra staldra ekki lengi við í einu. „Við aðstoðum þær við að komast á annan stað í lífinu og oft tekst það. Við aðstoðum þær við að sækja um félagslegt húsnæði, sækja sér heilbrigðisþjónustu, komast í meðferð og ýmislegt fleira. Á þessu ári hafa 80 heimilislausar konur leitað til okkar. Þær koma til að hvíla sig og leita í öruggt rými. Hér geta þær þvegið fötin sín, farið í sturtu og fengið að borða en við erum með heitan kvöldmat og morgunmat.“ Konukot er með þjónustusamning við velferðarsvið Reykjavíkurborgar út árið 2016. Svala segir að samningurinn nái ekki utan um rekstur athvarfsins, og því reiða þau sig á styrki frá fyrirtækjum og almenningi. Hún segir færri úrræði til handa heimilislausum konum. „Það er ekkert búsetuúrræði fyrir konur með fíknivanda og geðrænan vanda og heldur ekkert búsetuúrræði fyrir konur í virkri vímuefnanotkun með sólarhringsaðstoð, en bæði þessi úrræði eru til fyrir karlmenn. Það eru konur hjá okkur í Konukoti vegna úrræðaleysis í kerfinu.“
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira