Fækkum alþingismönnunum og sendiráðum og það talsvert Halldór Þorsteinsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar