Fækkum alþingismönnunum og sendiráðum og það talsvert Halldór Þorsteinsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar