Innlent

Braut sér leið inn í reykfyllta íbúð með bíldekki

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Nágranninn braut sér leið inn í íbúðina með því að kasta bíldekki inn um rúðuna.
Nágranninn braut sér leið inn í íbúðina með því að kasta bíldekki inn um rúðuna. vísir
Lögreglan á Vesturlandi var kölluð út um klukkan átta í morgun eftir að tilkynning barst um reyk úr íbúð í stúdentagörðunum á Bifröst. Engan sakaði og voru skemmdir minniháttar, að sögn Guðjóns Fr. Jónssonar, verkstjóra á húsnæðissviði.

„Húsráðandi virðist hafa verið að sjóða sér egg og gleymt pottinum á eldavélahellunni þannig að eldhúsið fylltist af reyk, en enginn eldur virðist hafa komið upp,“ segir Guðjón í samtali við Vísi.

Samkvæmt heimildum sofnaði húsráðandi út frá eldamennskunni og braut nágranni sér því leið inn í íbúðina með því að kasta dekki inn um eina rúðuna, líkt og sést á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×