Samskipti eftir ofbeldi geta haft áhrif á ákæru Snærós Sindradóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Helgi Magnús Gunnarsson „Ég kyssti hann á munninn með bros á vör þegar ég kvaddi hann – með hnút í maganum og illt alls staðar.“ Svona lýsir kona hegðun sinni eftir nauðgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi í Facebook-hópnum Beautytips í gær. Konan er ein hundraða kvenna sem hafa sagt frá viðbrögðum sínum skömmu eftir nauðgun sem svar við ummælum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda í Hlíðanauðgunarmálinu, á vef Stundarinnar á fimmtudag. Þar lét hann hafa eftir sér: „Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“ Þær spurningar vöknuðu í samfélagsumræðu gærdagsins hvort hegðun eftir nauðgun gæti haft áhrif á ákæruferli eða sakfellingu fyrir dómi.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur„Ef sönnun um brot er veik, þá styrkist hún ekki við það ef samskiptin á milli fólks eftir atvikin bera það ekki með sér að neitt hafi í skorist,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Hins vegar ef sönnun er sæmilega góð þá stoppar það ekki neitt. En þetta getur komið inn í heildarmat ef staðan er mjög veik sönnunarlega.“ Hann segir að öfugt við það sem margir haldi þá séu líkamlegir áverkar eftir kynferðisbrot ekki endilega algengir. Horfa þurfi heildstætt á myndina, en fyrst og fremst atvikið sjálft og aðdraganda þess. Þá geti verjendur rakið samskipti þolanda og geranda af nákvæmni fyrir dómi. „Verjendur myndu náttúrulega reifa það að þetta hafi verið svona og að hún hafi ekki kært fyrr en eftir langan tíma. Það getur auðvitað verið bent á að það sé ekki venjan að fólk eigi í vinsamlegum samskiptum eftir nauðgun.“ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segir þolendur spyrja sig að því hvers vegna þeir brugðust svona við brotinu. „Þetta verður hluti af skömm í kjölfar kynferðisbrots. Fólk á erfitt með að trúa því að það hafi orðið fyrir kynferðisbroti og spyr hvort það hafi boðið upp á þetta. Það eru dæmi um að þolendur sendi skilaboð eftir á um að brotið hafi verið allt í lagi.“ Þá verði að hafa í huga að í einhverjum tilfellum búi þolendur og gerendur saman. „Fólk heldur oft áfram að umgangast eftir svona brot, stundum er það óhjákvæmilegt en stundum vegna þess að fólk hefur eðlilega þörf fyrir að afneita því sem kom fyrir,“ segir Þóra. Tengdar fréttir Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Ég kyssti hann á munninn með bros á vör þegar ég kvaddi hann – með hnút í maganum og illt alls staðar.“ Svona lýsir kona hegðun sinni eftir nauðgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi í Facebook-hópnum Beautytips í gær. Konan er ein hundraða kvenna sem hafa sagt frá viðbrögðum sínum skömmu eftir nauðgun sem svar við ummælum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda í Hlíðanauðgunarmálinu, á vef Stundarinnar á fimmtudag. Þar lét hann hafa eftir sér: „Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“ Þær spurningar vöknuðu í samfélagsumræðu gærdagsins hvort hegðun eftir nauðgun gæti haft áhrif á ákæruferli eða sakfellingu fyrir dómi.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur„Ef sönnun um brot er veik, þá styrkist hún ekki við það ef samskiptin á milli fólks eftir atvikin bera það ekki með sér að neitt hafi í skorist,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Hins vegar ef sönnun er sæmilega góð þá stoppar það ekki neitt. En þetta getur komið inn í heildarmat ef staðan er mjög veik sönnunarlega.“ Hann segir að öfugt við það sem margir haldi þá séu líkamlegir áverkar eftir kynferðisbrot ekki endilega algengir. Horfa þurfi heildstætt á myndina, en fyrst og fremst atvikið sjálft og aðdraganda þess. Þá geti verjendur rakið samskipti þolanda og geranda af nákvæmni fyrir dómi. „Verjendur myndu náttúrulega reifa það að þetta hafi verið svona og að hún hafi ekki kært fyrr en eftir langan tíma. Það getur auðvitað verið bent á að það sé ekki venjan að fólk eigi í vinsamlegum samskiptum eftir nauðgun.“ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segir þolendur spyrja sig að því hvers vegna þeir brugðust svona við brotinu. „Þetta verður hluti af skömm í kjölfar kynferðisbrots. Fólk á erfitt með að trúa því að það hafi orðið fyrir kynferðisbroti og spyr hvort það hafi boðið upp á þetta. Það eru dæmi um að þolendur sendi skilaboð eftir á um að brotið hafi verið allt í lagi.“ Þá verði að hafa í huga að í einhverjum tilfellum búi þolendur og gerendur saman. „Fólk heldur oft áfram að umgangast eftir svona brot, stundum er það óhjákvæmilegt en stundum vegna þess að fólk hefur eðlilega þörf fyrir að afneita því sem kom fyrir,“ segir Þóra.
Tengdar fréttir Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47