Innlent

Lögreglan leitar þriggja kvenna vegna atviks við Grettisgötu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan leitar að þremur konum sem sátu í bíl við Grettisgötu 3.
Lögreglan leitar að þremur konum sem sátu í bíl við Grettisgötu 3. Mynd/Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt 30. maí síðastliðinn um klukkan 03:30 við Grettisgötu 3.

Þar voru þrjár konur sitjandi í bíl, en þær gáfu sig á tal við mann sem þar var og bentu honum á konu og karl í undirgögnum sem eru við hús númer 3.

Konurnar voru að hvetja hann til að hafa afskipti af fólkinu en talið er að karlinn í undirgöngunum hafi áreitt konuna kynferðislega.

Við biðjum konurnar um að hafa samband við lögreglu, annaðhvort gegnum netfangið einar.jonsson@lrh.is , gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu LRH eða gegnum símann 444-1000

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna vegna atviks sem átti sér stað aðfararnótt 30.05.2015 um klukkan 03:30 við...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 11 June 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×