Lýsa furðu á afskiptaleysi FME og Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2015 18:45 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að yfirtaka bankanna á þremur sparisjóðum að undanförnu setji að henni hroll. Hún tekur undir gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar á afskiptaleysi Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins gagnvart þessum yfirtökum. Á undanförnum vikum hafa viðskiptabankarnir tekið yfir þrjá stóra sparisjóði. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu áhyggjum sínum vegna þess á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist telja að allir stjórnmálaflokkar væru sameinaðir um þá ósk að hægt yrði að byggja aftur upp sparisjóðakerfið á grunni þeirra sjóða sem á annað borð hefðu lifað hrunið af. En á undanförnum nokkrum vikum hefðu viðskiptabankarnir þrír sporrennt þrjá stærstu sparisjóðina; Sparisjóð Vestmannaeyja, Afli og nú síðast Sparisjóði Norðurlands. „Og það er með ólíkindum að sjá hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er það að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr hvar er Fjármálaeftirlitið, hvar er Samkeppniseftirlitið,“ sagði Össur. Bankarnir fengju sparisjóðina ókeypis þar sem þeir gætu nýtt sér skattalegt tap sjóðanna og fengju viðskiptavini þeirra með í kaupbæti. „En það sem mestu skiptir fyrir bankana og mestu skiptir líka fyrir okkur neytendur er að með þessu eru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinaut í framtíðinni,“ sagði Össur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Össurar um ásælni bankanna í sparisjóðina. „Það fer ekki mikið fyrir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar stóru bankarnir gleypa sparisjóðina. Það fer heldur ekki mikið fyrir Fjármálaeftirlitinu í því ferli,“ sagði Ragnheiður. Með yfirtöku bankanna og samruna Straums og MP banka væri verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Þessi yfirtaka bankanna hljóti að kalla á að Fjarmálaeftirlitið fari ofan í saumana á þessari yfritöku og af hverju ekki var gengið til viðræðna við innlenda fjárfesta sem vildu kaupa Afl. „Það hlýtur virðulegur forseti að klingja einhverjum bjöllum hér í þessum sal fyrir okkur sem hér sátum í það minnsta árið 2007 þegar að bankakerfið hrundi eða 2008. Það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegur forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að yfirtaka bankanna á þremur sparisjóðum að undanförnu setji að henni hroll. Hún tekur undir gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar á afskiptaleysi Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins gagnvart þessum yfirtökum. Á undanförnum vikum hafa viðskiptabankarnir tekið yfir þrjá stóra sparisjóði. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu áhyggjum sínum vegna þess á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist telja að allir stjórnmálaflokkar væru sameinaðir um þá ósk að hægt yrði að byggja aftur upp sparisjóðakerfið á grunni þeirra sjóða sem á annað borð hefðu lifað hrunið af. En á undanförnum nokkrum vikum hefðu viðskiptabankarnir þrír sporrennt þrjá stærstu sparisjóðina; Sparisjóð Vestmannaeyja, Afli og nú síðast Sparisjóði Norðurlands. „Og það er með ólíkindum að sjá hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er það að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr hvar er Fjármálaeftirlitið, hvar er Samkeppniseftirlitið,“ sagði Össur. Bankarnir fengju sparisjóðina ókeypis þar sem þeir gætu nýtt sér skattalegt tap sjóðanna og fengju viðskiptavini þeirra með í kaupbæti. „En það sem mestu skiptir fyrir bankana og mestu skiptir líka fyrir okkur neytendur er að með þessu eru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinaut í framtíðinni,“ sagði Össur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Össurar um ásælni bankanna í sparisjóðina. „Það fer ekki mikið fyrir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar stóru bankarnir gleypa sparisjóðina. Það fer heldur ekki mikið fyrir Fjármálaeftirlitinu í því ferli,“ sagði Ragnheiður. Með yfirtöku bankanna og samruna Straums og MP banka væri verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Þessi yfirtaka bankanna hljóti að kalla á að Fjarmálaeftirlitið fari ofan í saumana á þessari yfritöku og af hverju ekki var gengið til viðræðna við innlenda fjárfesta sem vildu kaupa Afl. „Það hlýtur virðulegur forseti að klingja einhverjum bjöllum hér í þessum sal fyrir okkur sem hér sátum í það minnsta árið 2007 þegar að bankakerfið hrundi eða 2008. Það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegur forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira