Lýsa furðu á afskiptaleysi FME og Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2015 18:45 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að yfirtaka bankanna á þremur sparisjóðum að undanförnu setji að henni hroll. Hún tekur undir gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar á afskiptaleysi Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins gagnvart þessum yfirtökum. Á undanförnum vikum hafa viðskiptabankarnir tekið yfir þrjá stóra sparisjóði. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu áhyggjum sínum vegna þess á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist telja að allir stjórnmálaflokkar væru sameinaðir um þá ósk að hægt yrði að byggja aftur upp sparisjóðakerfið á grunni þeirra sjóða sem á annað borð hefðu lifað hrunið af. En á undanförnum nokkrum vikum hefðu viðskiptabankarnir þrír sporrennt þrjá stærstu sparisjóðina; Sparisjóð Vestmannaeyja, Afli og nú síðast Sparisjóði Norðurlands. „Og það er með ólíkindum að sjá hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er það að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr hvar er Fjármálaeftirlitið, hvar er Samkeppniseftirlitið,“ sagði Össur. Bankarnir fengju sparisjóðina ókeypis þar sem þeir gætu nýtt sér skattalegt tap sjóðanna og fengju viðskiptavini þeirra með í kaupbæti. „En það sem mestu skiptir fyrir bankana og mestu skiptir líka fyrir okkur neytendur er að með þessu eru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinaut í framtíðinni,“ sagði Össur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Össurar um ásælni bankanna í sparisjóðina. „Það fer ekki mikið fyrir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar stóru bankarnir gleypa sparisjóðina. Það fer heldur ekki mikið fyrir Fjármálaeftirlitinu í því ferli,“ sagði Ragnheiður. Með yfirtöku bankanna og samruna Straums og MP banka væri verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Þessi yfirtaka bankanna hljóti að kalla á að Fjarmálaeftirlitið fari ofan í saumana á þessari yfritöku og af hverju ekki var gengið til viðræðna við innlenda fjárfesta sem vildu kaupa Afl. „Það hlýtur virðulegur forseti að klingja einhverjum bjöllum hér í þessum sal fyrir okkur sem hér sátum í það minnsta árið 2007 þegar að bankakerfið hrundi eða 2008. Það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegur forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að yfirtaka bankanna á þremur sparisjóðum að undanförnu setji að henni hroll. Hún tekur undir gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar á afskiptaleysi Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins gagnvart þessum yfirtökum. Á undanförnum vikum hafa viðskiptabankarnir tekið yfir þrjá stóra sparisjóði. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu áhyggjum sínum vegna þess á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist telja að allir stjórnmálaflokkar væru sameinaðir um þá ósk að hægt yrði að byggja aftur upp sparisjóðakerfið á grunni þeirra sjóða sem á annað borð hefðu lifað hrunið af. En á undanförnum nokkrum vikum hefðu viðskiptabankarnir þrír sporrennt þrjá stærstu sparisjóðina; Sparisjóð Vestmannaeyja, Afli og nú síðast Sparisjóði Norðurlands. „Og það er með ólíkindum að sjá hvernig mynstrið er. Það sem einkennir þessa atburðarás er það að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr hvar er Fjármálaeftirlitið, hvar er Samkeppniseftirlitið,“ sagði Össur. Bankarnir fengju sparisjóðina ókeypis þar sem þeir gætu nýtt sér skattalegt tap sjóðanna og fengju viðskiptavini þeirra með í kaupbæti. „En það sem mestu skiptir fyrir bankana og mestu skiptir líka fyrir okkur neytendur er að með þessu eru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinaut í framtíðinni,“ sagði Össur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Össurar um ásælni bankanna í sparisjóðina. „Það fer ekki mikið fyrir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar stóru bankarnir gleypa sparisjóðina. Það fer heldur ekki mikið fyrir Fjármálaeftirlitinu í því ferli,“ sagði Ragnheiður. Með yfirtöku bankanna og samruna Straums og MP banka væri verið að rýra samkeppni á fjármálamarkaði. Þessi yfirtaka bankanna hljóti að kalla á að Fjarmálaeftirlitið fari ofan í saumana á þessari yfritöku og af hverju ekki var gengið til viðræðna við innlenda fjárfesta sem vildu kaupa Afl. „Það hlýtur virðulegur forseti að klingja einhverjum bjöllum hér í þessum sal fyrir okkur sem hér sátum í það minnsta árið 2007 þegar að bankakerfið hrundi eða 2008. Það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegur forseti, með fullri virðingu, það setur að mér hroll,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira