Vill bæta móral þingmanna með söng: „Örugglega verið bullað meira í þingsal“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 19:52 Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar „Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00