Vill bæta móral þingmanna með söng: „Örugglega verið bullað meira í þingsal“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 19:52 Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar „Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
„Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00