Ungur maður í sjálfsvígshugleiðingum kom að lokuðum dyrum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 19:01 Ungur maður sem leitaði á bráðamóttöku um miðja nótt og bað um að tala við geðlækni, var sendur heim og sagt að geðdeildin opnaði klukkan tólf daginn eftir. Móðir hans segir að hann sé sem betur fer enn á lífi. Hún upplifi þó mikinn vanmátt og hafi grátið þegar hún heyrði af þessu.Aðstoðin liggur ekki lausu Bráðamóttakan á að sinna bráðatilfellum á geðsviði þegar geðdeildin er lokuð. Móðir unga mannsins vildi vekja athygli á þessu vegna umræðunnar um sjálfsvíg ungra karlmanna en átakið Útmeða og vitundarvakningin Ég er ekki tabú, hafa orðið til þess að fleiri leita sér aðstoðar en hún liggur ekki á lausu. Hún segir að fólk þurfi að vita að svona sé tekið á móti mönnum í þessum áhættuhópi. Hún spyr hvort þeim sem mæta á bráðamóttöku með brjóstverk sé sagt að koma aftur daginn eftir. Og hún hefur samanburðinn. Drengurinn hennar var langveikur og þá sinnti honum fjöldi lækna. Þunglyndi hans og kvíða í dag má hinsvegar rekja til veikinda hans frá fæðingu en þar er litla hjálp að fá.Ekki einsdæmi að koma að lokuðum dyrum Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta ekki einsdæmi þótt sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Vísir/Einar„Því miður, þá bara vitum við að það eru ekki allir að fá þá hjálp sem þeir þurfa á spítalanum,“ segir hún. „Við fáum bæði símtöl og tölvupósta um að fólki hafi verið vísað frá þótt því eða nánum aðstandanda hafi liðið mjög illa.“ Hún segir að það sé þrjátíu prósenta aukning hjá hjálparsíma Geðhjálpar eftir að farið var í þessi átaksverkefni. Það komi þó ekki á óvart ef þessi hópur sæki í auknum mæli eftir hjálp á geðdeildinni. Það sé þó því miður ekki einsdæmi að fólk komi að lokuðum dyrum hjá geðdeildinni. Leguplássum á geðsviði LSH hafi fækkað úr 240 í 118 á síðastliðnum 15 árum. Nýtingin á rúmum þar sé 110 prósent. Það þýði í raun að deildin sé yfirfull. Það þurfi að grípa til aðgerða og það strax. Tengdar fréttir 15-20 prósent íslenskra barna glíma við geðrænan vanda Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. 10. október 2015 18:45 Lestu reynslusögur frá Geðhjálp: Skora á heilbrigðisráðherra að efla geðsvið Landspítalans sem fyrst Samtökin segja að þeim hafi borist fjölmargar ábendingar um að geðsviðið vísi alvarlega veiku fólki frá bráðageðdeild. 8. nóvember 2015 18:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Ungur maður sem leitaði á bráðamóttöku um miðja nótt og bað um að tala við geðlækni, var sendur heim og sagt að geðdeildin opnaði klukkan tólf daginn eftir. Móðir hans segir að hann sé sem betur fer enn á lífi. Hún upplifi þó mikinn vanmátt og hafi grátið þegar hún heyrði af þessu.Aðstoðin liggur ekki lausu Bráðamóttakan á að sinna bráðatilfellum á geðsviði þegar geðdeildin er lokuð. Móðir unga mannsins vildi vekja athygli á þessu vegna umræðunnar um sjálfsvíg ungra karlmanna en átakið Útmeða og vitundarvakningin Ég er ekki tabú, hafa orðið til þess að fleiri leita sér aðstoðar en hún liggur ekki á lausu. Hún segir að fólk þurfi að vita að svona sé tekið á móti mönnum í þessum áhættuhópi. Hún spyr hvort þeim sem mæta á bráðamóttöku með brjóstverk sé sagt að koma aftur daginn eftir. Og hún hefur samanburðinn. Drengurinn hennar var langveikur og þá sinnti honum fjöldi lækna. Þunglyndi hans og kvíða í dag má hinsvegar rekja til veikinda hans frá fæðingu en þar er litla hjálp að fá.Ekki einsdæmi að koma að lokuðum dyrum Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta ekki einsdæmi þótt sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Vísir/Einar„Því miður, þá bara vitum við að það eru ekki allir að fá þá hjálp sem þeir þurfa á spítalanum,“ segir hún. „Við fáum bæði símtöl og tölvupósta um að fólki hafi verið vísað frá þótt því eða nánum aðstandanda hafi liðið mjög illa.“ Hún segir að það sé þrjátíu prósenta aukning hjá hjálparsíma Geðhjálpar eftir að farið var í þessi átaksverkefni. Það komi þó ekki á óvart ef þessi hópur sæki í auknum mæli eftir hjálp á geðdeildinni. Það sé þó því miður ekki einsdæmi að fólk komi að lokuðum dyrum hjá geðdeildinni. Leguplássum á geðsviði LSH hafi fækkað úr 240 í 118 á síðastliðnum 15 árum. Nýtingin á rúmum þar sé 110 prósent. Það þýði í raun að deildin sé yfirfull. Það þurfi að grípa til aðgerða og það strax.
Tengdar fréttir 15-20 prósent íslenskra barna glíma við geðrænan vanda Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. 10. október 2015 18:45 Lestu reynslusögur frá Geðhjálp: Skora á heilbrigðisráðherra að efla geðsvið Landspítalans sem fyrst Samtökin segja að þeim hafi borist fjölmargar ábendingar um að geðsviðið vísi alvarlega veiku fólki frá bráðageðdeild. 8. nóvember 2015 18:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
15-20 prósent íslenskra barna glíma við geðrænan vanda Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. 10. október 2015 18:45
Lestu reynslusögur frá Geðhjálp: Skora á heilbrigðisráðherra að efla geðsvið Landspítalans sem fyrst Samtökin segja að þeim hafi borist fjölmargar ábendingar um að geðsviðið vísi alvarlega veiku fólki frá bráðageðdeild. 8. nóvember 2015 18:09