Innlent

Mikil rafsprenging í álverinu á Grundartanga

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/gva
Betur fór en á horfðist þegar mikil rafsprenging, eða blossi varð út frá keri í álverinu á Grundartanga í gærkvöldi þegar þrír menn voru að vinna við kerið. Sprengingin þeytti þeim frá kerinu og féllu þeir allir við. Tveir þeirra voru þegar fluttir á slysadeild Landsspítalans en einn á heilsugæslustöðina á Akranesi og mun engin þeirra vera eins alvarlega meiddur og óttast var í upphafi.

Ekkert tjón varð á mannvirkjum eða búnaði vegna þessa. Verið er að rannsaka af hverju rafmagn var á kerinu þegar verið var að vinna við það, en við þær aðstæður á að aftengja kerin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×