Innlent

Stal 1.376 lítrum af bensíni á Suðureyri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Frá Suðureyri við Súgandafjörð. vísir/pjetur
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi fyrir helgi karlmann á fimmtugsaldri, Hafliða Þór Kristjánsson, til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stela rúmum 1.376 lítrum af bensíni úr sjálfsala N1 á Suðureyri. Refsingin fellur niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár.

Brotin hófust í apríl á síðasta ári með þeim hætti að maðurinn notaði heimildarlaust viðskiptakort Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri og með því látið skuldfæra úttektirnar á vðiskiptareikning sveitarinnar.

Fyrst um sinn voru dælingarnar fátíðar en í nóvember urðu dælingarnar reglulegar. Frá þeim mánuði og fram í maí þessa árs nýtti maðurinn kortið um þrisvar sinnum í mánuði. Alls dældi hann eldsneyti í leyfisleysi fyrir rúmar 300.000 krónur.

Maðurinn viðurkenndi brot sín skýlaust hjá lögreglu og fyrir dómi. Þótti refsingin hæfilega ákveðin þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Að auki var honum gert að greiða til baka þá fjármuni sem hann stal auk vaxta frá 1. júlí þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×