Innlent

Annað útkall vegna slasaðrar konu við Dettifoss

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna slyss við Dettifoss fyrir stuttu, í annað skiptið í dag.
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna slyss við Dettifoss fyrir stuttu, í annað skiptið í dag. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna slyss við Dettifoss fyrir stuttu, í annað skiptið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er kona talin fótbrotin neðan við fossinn.

Sveitir voru kallaðar út frá Mývatni, Húsavík og Kópaskeri. Fyrsti hópur ætti að vera kominn á staðinn en reikna má með að það taki nokkrar klukkustundir að bera konuna í jeppa björgunarsveitar eða í sjúkrabíl.


Tengdar fréttir

Sækja slasaða konu við Dettifoss

Um tíu til tólf björgunarsveitarmenn frá Mývatni, Húsavík og Kópaskeri eru nú á leið að Dettifossi en kona féll við fossinn og slasaði sig á fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×