Hafrannsóknastofnun sér hvali í loðnuáti í þúsunda vís Svavar Hávarðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Staðfestur hefur verið grunur um mikinn fjölda stórhvala við Ísland á haustin. vísir/Vilhelm Fyrsta tilraun Hafrannsóknastofnunar til að fá mat á fjölda hvala á loðnumiðum hér við land að haustlagi sýndi mikinn fjölda hvala á loðnumiðum á þessum árstíma. Þar sem loðna fannst sást að jafnaði einnig til hvala, aðallega hnúfubaks og langreyða, og er metinn fjöldi þeirra ríflega 12.000 dýr á leitarsvæðinu. Hvalatalningar fara yfirleitt fram að sumarlagi, þegar talið er að fjöldinn sé mestur á norðlægum fæðuslóðum eins og hér við land, en auk þess eru talningar utan þess tíma erfiðar vegna veðurs og birtuskilyrða. Lengi hefur verið vitað af talsverðum fjölda hnúfubaka hér við land að vetrarlagi og að þeir virðast fylgja loðnugöngum, en raunverulegur fjöldi þeirra hefur hingað til verið óþekktur. Þá sýna niðurstöðurnar einnig umtalsverðan fjölda langreyða á loðnumiðum, en að sumarlagi lifir sú tegund að mestu á ljósátu hér við land. Ekki var gerð tilraun til að meta nákvæmni matsins, en þó ljóst að nákvæmnin er minni en í hefðbundnum talningum. Líklegra verður að teljast að um vanmat sé að ræða en ofmat, þar sem ekkert náðist að telja á öllu svæðinu vegna veðurs, en víða var talsverð loðna, og ekki tókst að greina alla stórhvali til tegundar. Þá er vitað að töluvert af hnúfubak heldur sig hér við land á sama tíma utan loðnusvæðisins. Leiðangur Hafrannsóknastofnunar var farinn á tímabilinu 16. september til 4. október, en mikið sást einnig af hval í loðnuleiðangri 17. til 29. nóvember en þá fór ekki samhliða fram könnun á þéttleika hvala. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Fyrsta tilraun Hafrannsóknastofnunar til að fá mat á fjölda hvala á loðnumiðum hér við land að haustlagi sýndi mikinn fjölda hvala á loðnumiðum á þessum árstíma. Þar sem loðna fannst sást að jafnaði einnig til hvala, aðallega hnúfubaks og langreyða, og er metinn fjöldi þeirra ríflega 12.000 dýr á leitarsvæðinu. Hvalatalningar fara yfirleitt fram að sumarlagi, þegar talið er að fjöldinn sé mestur á norðlægum fæðuslóðum eins og hér við land, en auk þess eru talningar utan þess tíma erfiðar vegna veðurs og birtuskilyrða. Lengi hefur verið vitað af talsverðum fjölda hnúfubaka hér við land að vetrarlagi og að þeir virðast fylgja loðnugöngum, en raunverulegur fjöldi þeirra hefur hingað til verið óþekktur. Þá sýna niðurstöðurnar einnig umtalsverðan fjölda langreyða á loðnumiðum, en að sumarlagi lifir sú tegund að mestu á ljósátu hér við land. Ekki var gerð tilraun til að meta nákvæmni matsins, en þó ljóst að nákvæmnin er minni en í hefðbundnum talningum. Líklegra verður að teljast að um vanmat sé að ræða en ofmat, þar sem ekkert náðist að telja á öllu svæðinu vegna veðurs, en víða var talsverð loðna, og ekki tókst að greina alla stórhvali til tegundar. Þá er vitað að töluvert af hnúfubak heldur sig hér við land á sama tíma utan loðnusvæðisins. Leiðangur Hafrannsóknastofnunar var farinn á tímabilinu 16. september til 4. október, en mikið sást einnig af hval í loðnuleiðangri 17. til 29. nóvember en þá fór ekki samhliða fram könnun á þéttleika hvala.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira