Innlent

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Einn var fluttur á slysadeild.
Einn var fluttur á slysadeild. vísir/vilhelm
Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir fjögurra bíla árekstur á Miklubraut á sjötta tímanum í dag. Um aftanákeyrslur var að ræða en atvikið átti sér stað skammt hjá göngubrúnni yfir í Skeifuna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður ein akrein lokuð á meðan unnið að því að fjarlægja bílana og má búast við umferðartöfum á þessum slóðum á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×