Biturð á Íslandi eftir hrun kom mannfræðingi á óvart Snærós Sindradóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Búsáhaldabyltingin kveikti áhuga Lilju á að rannsaka Ísland eftir hrun. Hér sjást mótmælendur fyrir utan útsendingu Stöðvar 2 á Kryddsíld árið 2008 vísir/anton brink „Íslendingum má skipta í tvennt eftir því hvernig þeir höndla kreppuna,“ segir Lilja van Himbergen, hollenskur mannfræðingur, sem rannsakaði íslenskt samfélag eftir kreppu. Rannsóknin var hluti af mastersritgerð hennar við háskólann í Utrecht. „Það er annars vegar hópurinn sem byggir á nýsköpun og menntun. Þessi hópur vill koma í veg fyrir kreppuna að nýju með því að breyta eigin neyslumynstri. Hinn hópurinn hunsar kreppuna og reynir að gleyma henni. Sá hópur heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann þráir góðærið sem ríkti áður fyrr,“ segir Lilja. Hugmyndin að rannsókninni kviknaði þegar Lilja var stödd hér á landi í janúar 2009 og varð vitni að búsáhaldabyltingunni svokölluðu.Lilja van Himbergen„Það vakti áhuga minn hvernig svo lítið samfélag getur sett fram jafn háværa kröfu um breytingar án ofbeldis og með samvinnu,“ segir Lilja. Að sögn Lilju vildi hún sýna félagslegar afleiðingar kreppunnar. „Niðurstöðurnar komu mér á óvart. Reiðin í samfélaginu er svo mikil. Vantraustið í garð ríkisstjórnarinnar og vantrúin á lýðræðið er mjög ríkjandi.“ Rannsóknina vann Lilja hér á landi árið 2014. Hún tók meðal annars viðtöl við mikinn fjölda Íslendinga um áhrif efnahagsþrenginganna á líf þeirra og hugmyndir. „Það kom mér líka á óvart hvað Íslendingar eru meðvitaðir um frændhygli sem ákveðna tegund spillingar. Viðmælendur mínir útskýrðu orsök kreppunnar sem skort á siðferðiskennd og skort á gildum sem væri ríkjandi í samfélaginu,“ segir Lilja. Hún segir að áhersla margra hafi frekar verið á gróða en á velferð og jafnréttismál. Lilja segir að þeir grasrótarhópar sem starfi hér á landi eigi margt sameiginlegt. Þeim finnst skorta sýnilega breytingu á samfélaginu eftir hrun, þeir vantreysta stjórnmálamönnum og kerfinu í heild sinni. Þá þyki þeim lýðræðið og mannréttindi vera undir ákveðinni pressu. „Efnahagsþrengingarnar höfðu meiri áhrif en nokkurn hefði grunað. Þær breyttu jafnvæginu, samheldninni og uppbyggingu samfélagsins.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Íslendingum má skipta í tvennt eftir því hvernig þeir höndla kreppuna,“ segir Lilja van Himbergen, hollenskur mannfræðingur, sem rannsakaði íslenskt samfélag eftir kreppu. Rannsóknin var hluti af mastersritgerð hennar við háskólann í Utrecht. „Það er annars vegar hópurinn sem byggir á nýsköpun og menntun. Þessi hópur vill koma í veg fyrir kreppuna að nýju með því að breyta eigin neyslumynstri. Hinn hópurinn hunsar kreppuna og reynir að gleyma henni. Sá hópur heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann þráir góðærið sem ríkti áður fyrr,“ segir Lilja. Hugmyndin að rannsókninni kviknaði þegar Lilja var stödd hér á landi í janúar 2009 og varð vitni að búsáhaldabyltingunni svokölluðu.Lilja van Himbergen„Það vakti áhuga minn hvernig svo lítið samfélag getur sett fram jafn háværa kröfu um breytingar án ofbeldis og með samvinnu,“ segir Lilja. Að sögn Lilju vildi hún sýna félagslegar afleiðingar kreppunnar. „Niðurstöðurnar komu mér á óvart. Reiðin í samfélaginu er svo mikil. Vantraustið í garð ríkisstjórnarinnar og vantrúin á lýðræðið er mjög ríkjandi.“ Rannsóknina vann Lilja hér á landi árið 2014. Hún tók meðal annars viðtöl við mikinn fjölda Íslendinga um áhrif efnahagsþrenginganna á líf þeirra og hugmyndir. „Það kom mér líka á óvart hvað Íslendingar eru meðvitaðir um frændhygli sem ákveðna tegund spillingar. Viðmælendur mínir útskýrðu orsök kreppunnar sem skort á siðferðiskennd og skort á gildum sem væri ríkjandi í samfélaginu,“ segir Lilja. Hún segir að áhersla margra hafi frekar verið á gróða en á velferð og jafnréttismál. Lilja segir að þeir grasrótarhópar sem starfi hér á landi eigi margt sameiginlegt. Þeim finnst skorta sýnilega breytingu á samfélaginu eftir hrun, þeir vantreysta stjórnmálamönnum og kerfinu í heild sinni. Þá þyki þeim lýðræðið og mannréttindi vera undir ákveðinni pressu. „Efnahagsþrengingarnar höfðu meiri áhrif en nokkurn hefði grunað. Þær breyttu jafnvæginu, samheldninni og uppbyggingu samfélagsins.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira