Innlent

Reyndu að kúga fé af nauðgara

Mennirnir voru meðal annars dæmdir fyrir að ráðast á lögreglumann á heimili hans.
Mennirnir voru meðal annars dæmdir fyrir að ráðast á lögreglumann á heimili hans. vísir/vilhelm
Fjórir karlar og ein kona voru dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag fyrir margvísleg brot, þar á meðal að kveikja í bíl með bensínsprengju.

Tveir mannanna og konan eru meðal annars dæmd fyrir að hafa hótað öldruðum manni ofbeldi og að saka hann um kynferðisofbeldi á heimili hans í apríl 2014.

Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði árið 1997 verið dæmdur fyrir að nauðga konunni, sem þá var þriggja ára gömul. Markmið árásarinnar á manninn var að fá fébætur frá honum fyrir verknaðinn.

Í dómnum er upptaka af heimsókn þremenninganna til mannsins rakin. Þar ítrekar konan að atvikið árið 1997 hafi haft alvarlegar sálrænar afleiðingar fyrir hana. Hún var gráti næst.

Aðrir í dómnum eru meðal annars dæmdir fyrir að kveikja í bifreið lögreglumanns með bensínsprengju. Málin eru alveg óskyld nema að því leyti að um sömu gerendur er að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×