Á annan tug kvenna mögulega smitaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2015 07:00 Nígerískur karlmaður er grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Hann er talinn vera á þrítugsaldri en aldur hans hefur þó ekki fengist staðfestur. Við komu hans til landsins dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr nú í Reykjavík. Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar.Haraldur BriemSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins komst upp um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt í kynferðislegu samneyti við. Stúlkan tilkynnti um málið og rannsókn fór af stað. HIV-veiran getur valdið alnæmi en veiran brýtur niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í samtali við Fréttablaðið segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnarlæknir, að líkurnar á því að smitast af veirunni séu um einn á móti tvö hundruð við einar samfarir. „Það getur auðvitað alveg gerst að maður smitist eftir eitt skipti.“ Haraldur segir að í svona tilfellum byrji embætti sóttvarnarlæknis á því að koma smituðum einstaklingi í meðferð og í kjölfarið sé farið í það að rekja mögulegar smitleiðir. „Það þarf að hafa samband við alla sem koma til greina. Ef allt gengur vel, við finnum fólkið og það sækir meðferð þá aðhöfumst við ekkert frekar. Ef lögreglan telur að eitthvað brotlegt hafi átt sér stað þá hefst rannsókn.“ Verði maðurinn að lokinni rannsókn ákærður verður það í fyrsta sinn hér á landi sem maður er ákærður fyrir að smita aðra vísvitandi af HIV- veirunni.Guðný Helga Herbertsdóttirfréttablaðið/valliÖllum svarað hratt Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, hvetur þær konur sem telja möguleika á smiti til að hringja í göngudeild smitsjúkdóma og óska eftir viðtali. „Það er öllum svarað hratt sem leita þangað og það er fullur trúnaður um allt sem fer þar fram.“ Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Nígerískur karlmaður er grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Hann er talinn vera á þrítugsaldri en aldur hans hefur þó ekki fengist staðfestur. Við komu hans til landsins dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr nú í Reykjavík. Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar.Haraldur BriemSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins komst upp um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt í kynferðislegu samneyti við. Stúlkan tilkynnti um málið og rannsókn fór af stað. HIV-veiran getur valdið alnæmi en veiran brýtur niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í samtali við Fréttablaðið segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnarlæknir, að líkurnar á því að smitast af veirunni séu um einn á móti tvö hundruð við einar samfarir. „Það getur auðvitað alveg gerst að maður smitist eftir eitt skipti.“ Haraldur segir að í svona tilfellum byrji embætti sóttvarnarlæknis á því að koma smituðum einstaklingi í meðferð og í kjölfarið sé farið í það að rekja mögulegar smitleiðir. „Það þarf að hafa samband við alla sem koma til greina. Ef allt gengur vel, við finnum fólkið og það sækir meðferð þá aðhöfumst við ekkert frekar. Ef lögreglan telur að eitthvað brotlegt hafi átt sér stað þá hefst rannsókn.“ Verði maðurinn að lokinni rannsókn ákærður verður það í fyrsta sinn hér á landi sem maður er ákærður fyrir að smita aðra vísvitandi af HIV- veirunni.Guðný Helga Herbertsdóttirfréttablaðið/valliÖllum svarað hratt Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, hvetur þær konur sem telja möguleika á smiti til að hringja í göngudeild smitsjúkdóma og óska eftir viðtali. „Það er öllum svarað hratt sem leita þangað og það er fullur trúnaður um allt sem fer þar fram.“
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira