Innlent

Byggja 102 nýjar stúdentaíbúðir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
800 námsmenn voru á biðlista í fyrra og búist er við álíka fjölda í ár.
800 námsmenn voru á biðlista í fyrra og búist er við álíka fjölda í ár.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, tóku fyrstu skóflustungurnar að nýjum Stúdentagörðum í Brautarholti í gær.

Stefnt er að því að húsin verði tilbúin í ágúst 2016 og með framkvæmdunum er vonast til þess að svara eftirspurn stúdenta eftir viðráðanlegu húsnæði. Um 800 námsmenn voru á biðlista að lokinni úthlutun síðastliðið haust og búist er við álíka fjölda í ár.

Íbúðirnar verða 102 og eru hugsaðar fyrir barnlausa stúdenta. Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að byggja um 400 stúdentaíbúðir og eru byggingarnar í Brautarholti mikilvægt skref í þeim efnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×