Innlent

Bæta aðgengismál fatlaðs fólks

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ferðamálastofa lét Norm ráðgjöf vinna fyrir sig skýrslu um aðgengi fatlaðs fólks á ferðamannastöðum.
Ferðamálastofa lét Norm ráðgjöf vinna fyrir sig skýrslu um aðgengi fatlaðs fólks á ferðamannastöðum.
Meðal niðurstaðna í skýrslu um aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum, sem Norm ráðgjöf vann fyrir Ferðamálastofu, er að gerð handbókar sé líklegasta leiðin að svo stöddu til að skila bestum árangri í því að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum hér á landi.

Í skýrslunni var sjónum beint að lagalegri umgjörð aðgengismála fatlaðs fólks að ferðamannastöðum en réttur til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megináhersluatriðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Aðrar tillögur voru einnig settar fram í skýrslunni. Meðal annars að Ferðamálastofa hafi forgöngu um að aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum verði sett á dagskrá og að athygli stjórnvalda á þessum mikilvæga málaflokki verði vakin.

Þá var sú tillaga einnig sett fram að Ferðamálastofa beiti sér fyrir því að fyrirtæki í ferðaþjónustu fái verkfæri í hendur til að bæta aðgengi fatlaðs fólks að þeirri þjónustu sem í boði er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×