Innlent

Biskupsdóttur minnst á hátíð í Skálholti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þær Vigdís Finnbogadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir og Hildur Hákonardóttir afhjúpuðu minningarmarkið.
Þær Vigdís Finnbogadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir og Hildur Hákonardóttir afhjúpuðu minningarmarkið. Mynd/axel á Njarðvík
Á Skálholtshátíð sem haldin var um helgina var afhjúpað minningarmark um Ragnheiði Brynjólfsdóttur.

Hún var dóttir Brynjólfs Sveinssonar, biskups í Skálholti, sem fæddur var að Holti í Önundarfirði. Ragnheiður átti í ástarsambandi við kennara sinn, Daða Halldórsson. Faðir hennar fordæmdi samband þeirra og neyddi dóttur sína til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum síðar ól hún barn.

Auk þessa var haldin iðrunar- og yfirbótastund. „Stefið var það hvernig farið var með konur fyrr á öldum,“ segir séra Halldór Reynisson. Á Skálholtshátíðinni söng Vörðukórinn vers úr sálmi Hallgríms Péturssonar, Allt eins og blómstrið eina. Talið er að sálmurinn hafi fyrst verið sunginn við útför Ragnheiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×